Innlent

"Á að einangra landið? Ef ekki, hver er þá lausnin?"

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stjórnmálaflokkana á Alþingi sem leggjast gegn aðild að ESB harðlega fyrir að vera ekki búna útskýra fyrir almenningi hvernig eigi að tryggja pólitíska og efnahagslega hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma, ef það felist ekki í aðild að Evrópusambandinu.

Þetta kemur fram í vikulegum pistli Þorsteins í Fréttablaðinu.

Þorsteinn spyr: „Á að einangra landið? Ef ekki, hver er þá lausnin?" og vitnar þar til gjaldeyrishaftanna. Hann segir þögnina um þetta dýpri en hljóðlausa málsvörn Samfylkingarinnar fyrir aðild, en hann gagnrýnir Samfylkinguna fyrir að hafa mistekist að verja aðildarferlið að Evrópusambandinu á hinum pólitíska vettvangi.

Pistil Þorsteins má nálgast á leiðaraopnu Fréttablaðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×