Mestu fjöldamorðin frá upphafi átaka 14. júlí 2012 06:00 Þessi mynd er sögð sýna fórnarlamb árásarinnar í Tremseh á fimmtudag. Um 200 manns féllu að sögn uppreisnarmanna. Stjórnvöld segja mannfallið um 50 manns. fréttablaðið/ap Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarherinn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama-héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrjöldinni í landinu. Mismunandi fréttir bárust af árásinni í gær, en erfitt er að sannreyna fréttir þar sem erlendir blaðamenn fá ekki að starfa frjálsir í landinu. Uppreisnarmenn segja að stjórnarherinn hafi látið sprengjum rigna yfir bæinn úr lofti og í kjölfarið hafi árásarmenn á vegum stjórnvalda farið inn í bæinn og skotið og stungið fólk til bana. Yfirmaður eftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í landinu, Robert Mood, kenndi stjórnvöldum um árásina. Hann sagði fréttamönnum í Damaskus að hópur eftirlitsmanna hefði verið í um fimm kílómetra fjarlægð frá árásinni. Þeir hefðu staðfest sprengjur úr lofti og mikla skothríð og vopnanotkun. Eftirlitsmennirnir 300 sem eru í landinu geta nánast ekkert athafnað sig lengur vegna sívaxandi ofbeldis. Myndbönd hafa verið sett á netið sem eiga að sýna lík fólks sem var drepið í árásinni á Tremseh. Misjafnt er hversu margir eru sagðir hafa fallið, en margir sem fréttamiðlar hafa rætt við segja töluna yfir 200. Sú tala hafði þó ekki enn verið studd með nafnalistum eða öðru í gærkvöldi. Mannréttindasamtök sögðu fjöldann vera 160 manns, þar af tugir uppreisnarmanna. Stjórnvöld í Damaskus höfðu aðra sögu að segja. Þau segja yfir 50 manns hafa látið lífið þegar stjórnarherinn lenti í átökum við vopnuð gengi hryðjuverkamanna sem hefðu ráðist á þorpsbúa. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands, sagðist hneykslaður á fréttunum af morðunum. Hann sagði gríðarlega brýnt að ofbeldinu og hrottaskapnum linnti. Talið er að um sextán þúsund manns hafi látið lífið í Sýrlandi frá því að uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta hófst í mars í fyrra. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarherinn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama-héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrjöldinni í landinu. Mismunandi fréttir bárust af árásinni í gær, en erfitt er að sannreyna fréttir þar sem erlendir blaðamenn fá ekki að starfa frjálsir í landinu. Uppreisnarmenn segja að stjórnarherinn hafi látið sprengjum rigna yfir bæinn úr lofti og í kjölfarið hafi árásarmenn á vegum stjórnvalda farið inn í bæinn og skotið og stungið fólk til bana. Yfirmaður eftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í landinu, Robert Mood, kenndi stjórnvöldum um árásina. Hann sagði fréttamönnum í Damaskus að hópur eftirlitsmanna hefði verið í um fimm kílómetra fjarlægð frá árásinni. Þeir hefðu staðfest sprengjur úr lofti og mikla skothríð og vopnanotkun. Eftirlitsmennirnir 300 sem eru í landinu geta nánast ekkert athafnað sig lengur vegna sívaxandi ofbeldis. Myndbönd hafa verið sett á netið sem eiga að sýna lík fólks sem var drepið í árásinni á Tremseh. Misjafnt er hversu margir eru sagðir hafa fallið, en margir sem fréttamiðlar hafa rætt við segja töluna yfir 200. Sú tala hafði þó ekki enn verið studd með nafnalistum eða öðru í gærkvöldi. Mannréttindasamtök sögðu fjöldann vera 160 manns, þar af tugir uppreisnarmanna. Stjórnvöld í Damaskus höfðu aðra sögu að segja. Þau segja yfir 50 manns hafa látið lífið þegar stjórnarherinn lenti í átökum við vopnuð gengi hryðjuverkamanna sem hefðu ráðist á þorpsbúa. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands, sagðist hneykslaður á fréttunum af morðunum. Hann sagði gríðarlega brýnt að ofbeldinu og hrottaskapnum linnti. Talið er að um sextán þúsund manns hafi látið lífið í Sýrlandi frá því að uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta hófst í mars í fyrra. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira