Innlent

Minjar hverfa í greipar Ægis

Unnið er hörðum höndum að bjarga fornleifum áður en hafið hrifsar þær. mynd/Hólarannsóknin
Unnið er hörðum höndum að bjarga fornleifum áður en hafið hrifsar þær. mynd/Hólarannsóknin
Brýnt er að auka fjárframlög til fornleifarannsókna svo bjarga megi menjum sem greipar Ægis eru að hrifsa til sín víða um land, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur.

Nú er unnið að því að bjarga fornleifum frá Kolkuósi í Skagafirði áður en þær hverfa í sjó. Á Kolkuósi var höfn, gata og athafnasvæði sem eflaust hafa ráðið miklu um það að Hólar í Hjaltadal voru gerðir að valdamiðstöð og biskupsstóli valinn þar staður. Elstu minjar frá svæðinu eru frá landnámsöld en gatan sem lá eftir tanganum var lögðárið 1104.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×