Merki um viðsnúning og atvinnuleysi lægra en á hinum Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 20:00 Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári.Vinnumálastofnun birti í dag nýjar atvinnuleysistölur, en það eru tölur yfir þá sem eru á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni, eru án atvinnu og óska eftir bótum. Atvinnuleysið mælist nú 4,8 prósent sem verður að teljast býsna gott. Tvær opinberar stofnanir hér mæla atvinnuleysi, en Hagstofan framkvæmir vinnumarkaðsrannsókn þar sem ekki eru aðeins þeir sem eru á bótum heldur einnig námsfólk sem er að leita að vinnu. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysið yfir 8 prósent í maí. Lækkun í tölum Vinnumálastofnunar nemur 0,8 prósentustigum milli mánaða. En viðsnúningurinn er mun meiri sé miðað við sama mánuð í fyrra, eða tæp tvö prósentustig. Daníel Svavarsson er aðalhagfræðingur Landsbankans. Hann segir ekki rétt að horfa eingöngu á síðustu mánuði, því ef horft sé ár aftur í tímann sé þetta þónokkur viðsnúningur. „Á móti vega þarna sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun. Rúmlega 1550 manns sem eru núna í sérstökum úrræðum sem annars yrðu skráðir atvinnulausir og við vitum ekki ennþá hversu mörgum varanlegum störfum þessi úrræði munu skila, en engu að síður eru þetta mjög ánægjulegar tölur," segir Daníel. Er hægt að draga þá ályktun að þetta sé varanlegur viðsnúningur? „Vonandi. Tvær síðustu birtu tölur eru mjög góðar, en maður vill helst sjá þróunina halda áfram." Ísland kemur líka vel út í samanburði við hin Norðurlöndin. Daníel segir að ef litið sé til tölfræði síðustu mánaða standi aðeins Norðmenn okkur framar þegar lágt atvinnuleysi sé annars vegar. Tölfræðin hér veiti vísbendingar um betri horfur en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári.Vinnumálastofnun birti í dag nýjar atvinnuleysistölur, en það eru tölur yfir þá sem eru á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni, eru án atvinnu og óska eftir bótum. Atvinnuleysið mælist nú 4,8 prósent sem verður að teljast býsna gott. Tvær opinberar stofnanir hér mæla atvinnuleysi, en Hagstofan framkvæmir vinnumarkaðsrannsókn þar sem ekki eru aðeins þeir sem eru á bótum heldur einnig námsfólk sem er að leita að vinnu. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysið yfir 8 prósent í maí. Lækkun í tölum Vinnumálastofnunar nemur 0,8 prósentustigum milli mánaða. En viðsnúningurinn er mun meiri sé miðað við sama mánuð í fyrra, eða tæp tvö prósentustig. Daníel Svavarsson er aðalhagfræðingur Landsbankans. Hann segir ekki rétt að horfa eingöngu á síðustu mánuði, því ef horft sé ár aftur í tímann sé þetta þónokkur viðsnúningur. „Á móti vega þarna sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun. Rúmlega 1550 manns sem eru núna í sérstökum úrræðum sem annars yrðu skráðir atvinnulausir og við vitum ekki ennþá hversu mörgum varanlegum störfum þessi úrræði munu skila, en engu að síður eru þetta mjög ánægjulegar tölur," segir Daníel. Er hægt að draga þá ályktun að þetta sé varanlegur viðsnúningur? „Vonandi. Tvær síðustu birtu tölur eru mjög góðar, en maður vill helst sjá þróunina halda áfram." Ísland kemur líka vel út í samanburði við hin Norðurlöndin. Daníel segir að ef litið sé til tölfræði síðustu mánaða standi aðeins Norðmenn okkur framar þegar lágt atvinnuleysi sé annars vegar. Tölfræðin hér veiti vísbendingar um betri horfur en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira