Innlent

Leyfið skal háð umhverfismati

Tíu hafa leyfi fyrir fiskeldi í Arnarfirði. mynd/jón þórðarson
Tíu hafa leyfi fyrir fiskeldi í Arnarfirði. mynd/jón þórðarson
Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að fyrirhugað laxeldi Arnarlax, sem nýverið fékk rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna laxeldi í Arnarfirði, sé háð umhverfismati. Í apríl í fyrra hafði Skipulagsstofnun hins vegar ákveðið að laxeldið væri ekki bundið slíku mati. Fjarðarlax, sem einnig er með laxeldi í Arnarfirði, kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar þar sem Fjarðarlaxmenn töldu að fyrirhugað laxeldi Arnarlax gæti haft sammögnunaráhrif, það er að segja verið ögrun við uppvöxt annarra laxa í firðinum.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×