Innlent

Tveir teknir með skotvopn í fórum sínum

Um hálf tvöleytið í nótt stöðvaði lögreglan bifreið þar sem grunur lék á að fólkið um borð væri með skotvopn á sér. Karlmaður um tvítugt sem var í bifreiðinni var með loftbyssu og skotvopn sem henni fylgdu en ekki er vitað hvað hann ætlaði sér með vopnið. Hann afsalaði sér byssunni og var laus að skýrslutöku lokinni.

Um níuleytið í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 17 ára pilti en sá hefur áður komið við sögu lögreglunnar þrátt fyrir ungan aldur. Hann hafði í fórum sínum litboltabyssur ásamt skotgeymi og þar til gerðum skotum.

Lögreglan tók dótið í sína vörslu enda uppfyllti pilturinn ekki skilyrði sem þarf til að meðhöndla slík tæki. Hann var þó ákveðinn í að koma á lögreglustöðina daginn eftir til að reyna að endurheimta byssurnar samkvæmt lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×