Erlent

Bastilludagurinn er í dag

BBI skrifar
Francois Hollande stendur frammi fyrir skrúðklæddum hermönnum.
Francois Hollande stendur frammi fyrir skrúðklæddum hermönnum. Mynd/AFP
Hinn svonefndi Bastilludagur, er í dag. 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakklands en þá minnast Frakkar árásarinnar á Bastilluna árið 1789. Sá atburður markaði upphaf Frönsku byltingarinnar.

Margskyns hátíðarhöld eru víðsvegar um landið og meðal annars er herskrúðganga á Champs-Élysées í París. Það er elsta og stærsta herskrúðganga sem haldin er reglulega í allri Evrópu. Á myndinni tekur frakklandsforseti, Francois Hollande, þátt í skrúðgöngunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×