Innlent

Segja fjármál borgarinnar þarfnast frekari skoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarstjórn Reykjaíkur.
Borgarstjórn Reykjaíkur.
Fjármál Reykjavíkurborgar þarfnast frekari skoðunar að mati eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem hefur yfirfarið ársreikning borgarinnar fyrir árið 2011 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og 2013.

Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að samanlögð rekstrarniðurstaða fyrir árin 2011-2013 sé neikvæð, samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir A- og B-hluta. A- og B hlutar taka til reksturs borgarsjóðs annarsvegar og fyrirtækja á vegum borgarinnar hins vegar.

Þá er jafnframt gerð athugasemd við það að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár er samkvæmt niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar 292% af reglulegum tekjum borgarinnar. Samkvæmt lögum um sveitarfélög má skuldastaðan ekki vera meira en 150% af reglulegum tekjum.

Eftirlitsnefndin hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg geri nánari grein fyrir reikningsskilum þar sem reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja sem færð eru í B-hluta reikningsskila sveitarfélagsins eru undanskilin. Borginni ber að veita upplýsingar um þetta fyrir mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×