Erlent

Bretland birtir skjöl um geimverur

Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur birt tæplega sjö þúsund skjöl en í þeim má finna frásagnir af fólki sem telur sig hafa haft kynni af geimverum og öðrum furðuverum.

Um gríðarlegt magn skjala er að ræða. Þau elstu ná allt aftur til sjötta áratugarins en þar má finna frásagnir flugmanna í breska hernum sem töldu sig hafa séð skær ljós á himni — eftir að hafa gefið vitnisburð um atvikið var hann afskrifaður sem hefbundið atvik.

Í skjölunum má finna sögur af ýmsum toga. Þar á meðal eru tilkynningar um brottnám, hamskiptinga á fótboltavelli Chelsea og fleira.

Ein saga hefur þó vakið sérstaka athygli. Árið 1977 tilkynnti fjöldi fólks um hóp geimvera í suður-Wales, á meðal þeirra voru þingmenn og aðrir áhrifamenn.

Hægt er að nálgast skjölin hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×