Innlent

Gufubað í Nauthólsvík

Heiti potturinn í Nauthólsvík.
Heiti potturinn í Nauthólsvík. Mynd/Árni Jónsson
Til stendur að opna gufubað fyrir gesti ylstrandarinnar í Nauthólsvík og þá sem nýta sér aðstöðuna þar til sjósunds, en frá þessu er greint á forsíðu Reykjavíkur Vikublaðs í dag. Víða erlendis þekkjast slík gufuböð nálægt baðstöðum í sjó, en til þessa hafa sjósundgarpar í Nauthólsvíkinni getað nýtt sér heitar sturtur og pott í víkinni. Ekki liggur fyrir hvenær gufubaðið opnar en framkvæmdir standa yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×