Innlent

Slökkvilið ræst út af suðupotti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að íbúð í Gaukshólum í Breiðholti um eittleytið í nótt. Þar hafði pottur gleymst á eldavél og lagði mikinn reyk um íbúðina. Engum varð meint af en húsráðandi var heima og óskaði eftir aðstoð við að reykræsta. Þá fór dælubíll slökkviliðsins í tvö útköll til að svipast um eftir reyk eða eld sem tilkynnt hafði verið um. Fyrst í Garðabæ og síðar í Breiðholti en í hvorugu tilfellinu reyndist nokkuð vera í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×