Innlent

Lögreglan komin með rafmagnshjól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn á hjólum.
Lögreglumenn á hjólum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun tvö rafmagnshjól. Hjólin verða notuð við eftirlit á hjóla- og göngustígum í umdæminu og þykir lögreglunni ekki veita af. T.d. er mikið kvartað undan rafmagnsvespum og ökumenn þeirra sagðir aka ógætilega. Við eftirlitið verður að sjálfsögðu líka fylgst með umferð annarra tækja á hjóla- og göngustígum og þeim vísað á akbrautir þegar við á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×