Innlent

Breiðholtshrottar í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Breiðholti.
Atvikið átti sér stað í Breiðholti. mynd/ gva.
Gæsluvarðhald yfir mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á heimili manns í Breiðholti aðfararnótt föstudags í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur. Mennirnir sviptu manninn, sem er á sjötugsaldri, frelsi sínu og neyddu hann með ofbeldi og hótunum til að millifæra af bankareikningi sínum inn á reikning sem þeir gáfu upp. Þá stálu þeir munum úr íbúðinni. Þeir héldu honum í sex klukkutíma á heimili hans og það var ekki fyrr en að samstarfsfólk mannsins var farið að óttast um hann og fór heim til hans að árásarmennirnir fóru af vettvangi. Mennirnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn var. Lögreglan krafðist því framlengingar á gæsluvarðhaldið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×