Fleiri fréttir Annan fordæmir fjöldamorðin í Sýrlandi Kofi Annan, friðarsamningamaður Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í dag að fjöldamorðin í þorpinu Tremesh í Homs-héraði í gær væru hneykslanleg og ófyrirleitin. 13.7.2012 13:35 Litla sólin - Nýjasta verk Ólafs Elíassonar kynnt Nýjasta verk Ólafs Elíassonar, myndlistamanns, hefur verið opinberað í Tate Modern listasafninu í Lundúnum. Verkefnið er hluti af London 2012 hátíðinni en hún er haldin í tilefni af Ólympíuleikunum sem hefjast í borginni seinna í þessum mánuði. 13.7.2012 13:15 Spyr hvort forsvarsmenn Valitors og Borgunar hafi logið að Alþingi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir á Facebook-síðu sinni að Valitor og Borgun hafi hugsanlega verið tvísaga þegar þeir voru kallaðir fyrir á fund Allsherjarnefndar þegar fyrirtækin ákváðu að loka fyrir greiðslugátt WikiLeaks á síðasta ári. Áður hafði danska fyrirtækið Teller gert slíkt hið sama. 13.7.2012 11:28 Koss fyrir heilsuna Kossar eru ekki aðeins góðir fyrir sambandið við makann heldur geta þeir einnig verið góðir fyrir heilsu fólks ef marka má rannsóknir á þessu saklausa athæfi. 13.7.2012 10:00 Níu fíkniefnamál á Eistnaflugi Níu fíkniefnamál hafa komið upp á rokkhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupsstað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um 1300 manns eru staddir á hátíðinni. Þá hefur einn ökumaður verið stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 13.7.2012 09:33 Létu eyða tveimur fóstrum - vildu vera örugg Hjónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson hafa eytt tveimur fóstrum af fimm af læknisráði, en þau eru í viðtali í Fréttatímanum í dag. Þar segja hjónin sögu sína en Paulina átti von á fimmburum líkt og Fréttatíminn greindi frá í síðasta mánuði. Í Fréttatímanum kemur fram að sérfræðingur hafi sagt þeim að hann mælti ekki með fimmburameðgöngu nema með mjög reyndu og færu teymi lækna. 13.7.2012 09:19 Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. 13.7.2012 09:00 Húseiningar standa á víðavangi Húseiningar hafa um nokkra hríð staðið við Reykjanesbraut. Einingarnar eru á nokkuð áberandi stað enda blasa þær við vegfarendum sem keyra Reykjanesbrautina. 13.7.2012 09:00 Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13.7.2012 08:30 Slasaðist í bílveltu á Suðurlandsvegi Einn slasaðist þegar bíll valt á Suðurlandsvegi við skíðaskálann í Hveradölum í morgun. Viðkomandi mun ekki vera alvarlega slasaður en bíllinn er ónýtur eftir veltuna. Þrír sjúkrabílar eru á staðnum, tveir frá Reykjavík og einn frá Selfossi. 13.7.2012 08:16 Þjóðhátíð nær þolmörkum Búið er að selja um sjö þúsund miða á Þjóðhátíð í Eyjum. Svo mikil aðsókn var í miða í vikunni að netsíðan sem hýsir miðasöluna hrundi. 13.7.2012 08:15 Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. 13.7.2012 07:30 Óléttar konur eiga ekki að borða fyrir tvo Sagan segir að óléttar konur eigi að borða fyrir tvo en staðreyndirnar tala öðru máli. 13.7.2012 07:13 Ekki tilefni til verðlækkunar Steingrímur J. Sigfússon iðnaðarráðherra telur ekki tilefni til að endurskoða verðstefnu Landsvirkjunar varðandi raforku. Fréttablaðið sagði frá því í gær að raforkuverð hefði lækkað víða um heim, einkum í Bandaríkjunum, og stóriðjufyrirtæki væru að hugleiða enduropnun lokaðra verksmiðja. 13.7.2012 07:00 Sjómaður puttabrotnaði um borð í togara Sjómaður á togaranum Christina puttabrotnaði þegar skipið var um 100 mílur suðaustur af Skrúði. 13.7.2012 06:58 Sértrúarsöfnuður myrti og át sjö galdramenn Lögreglan í Nýju Papúa Gíneu hefur handtekið 29 meðlimi sértrúarsafnaðar þar í landi, þar af átta konur, sem lagði stund á mannát. 13.7.2012 06:55 Þeir fjórir sem saknað var úr snjóflóðinu eru heilir á húfi Þeir fjórir fjallamenn sem saknað var eftir snjóflóðið í frönsku Ölpunum í gærdag reyndust allir heilir á húfi. 13.7.2012 06:49 Condolezza Rice líkleg sem varaforsetaefni Romney Auknar líkur eru taldar á því að Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði varaforsetaefni Mitt Romney í komandi forsetakosningum þar í landi. 13.7.2012 06:40 Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. 13.7.2012 06:30 Lágmark að halda illgresi í skefjum „Það er lágmarkskrafa að sá meirihluti sem hér er við völd standi undir því einfalda verkefni að láta slá græn svæði í borginni og halda illgresi í skefjum,“ segir í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær 13.7.2012 05:30 Augun svíkja ekki lygarann Breskir vísindamenn segjast hafa afsannað þá kenningu að merkja megi lygar af augnagotum fólks. Vísindamennirnir tóku upp myndband með sjálfboðaliðum þar sem þeir ýmist lugu eða sögðu satt. 13.7.2012 05:00 Færri ráðnir án auglýsinga Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir mjög hafa dregið úr ráðningum án auglýsinga hjá ríkinu. Fréttablaðið greindi frá bréfi Umboðsmanns Alþingis, þar sem hann hvatti til að slíkum ráðningum yrði fækkað og sagði það myndu efla traust á ríkisvaldinu. 13.7.2012 04:00 55 þúsund sóttu um 380 störf Um 55 þúsund manns sóttu um 380 störf sem auglýst voru hjá IKEA í Barcelona á Spáni. IKEA undirbýr opnun verslunar í borginni síðar á þessu ári, að því er segir á fréttavef Aftenposten sem vitnar í vefsíðuna abc.es. Næstum fjórðungur Spánverja er án vinnu, þar af yfir helmingur ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára. Alls eru yfir fjórar milljónir Spánverja án atvinnu. 13.7.2012 01:00 Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Níu eru látnir eftir að snjóflóð féll í Mont Blanc í frönsku Ölpunum í gær. Ellefu slösuðust og fjögurra var enn saknað í gærkvöldi. 13.7.2012 00:30 Eldri borgarar drykkfelldari en áður Norskar konur og karlar eldri en 60 ára drekka nær tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna við Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs sem norska ríkisútvarpið vitnar í. Skýrslan byggir á niðurstöðum heilbrigðiskönnunar í Norður-Þrændalögum. 13.7.2012 00:00 Fagnar umræðu um Landssímahúsið "Við verðum að tryggja það að sýndur verði metnaður við skipulagningu á Landssímareitnum." Þetta segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs. 13.7.2012 11:24 Lögreglumaður stal iPhone af slysstað Tæplega þrítugur lögreglumaður í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sagt upp störfum eftir að hann stal iPhone af slysstað þar sem hann var að vinna. Lögreglumaðurinn var að vinna á slysstað eftir að maður keyrði ölvaður og klessti á. 12.7.2012 23:00 Drápu apa og svæfðu hinn Lögreglan í Las Vegas þarf að sinna fjölbreyttum útköllum í starfi sínu. En sennilega kom eitt sérkennilegasta útkallið í dag þegar lögreglan fékk tilkynningu um tvo tryllta simpansa úti á götu í íbúðahverfi. Annar þeirra sat ofan á bifreið á meðan hinn barði ítrekað ofan á þakið á mannlausum lögreglubíl. 12.7.2012 22:00 Fyrsta ljósmyndin á veraldarvefnum var ekki sú fallegasta Næstkomandi miðvikudag verða 20 ár liðin frá því að fyrsta ljósmyndin birtist á veraldarvefnum. Margir hafa lýst þessari tímamóta ljósmynd sem skelfilegu myndvinnslu-slysi enda þykir hún ekki beinlínis falleg. 12.7.2012 22:00 Klifraði nokkru sinnum upp girðingu áður en öryggisvörður birtist Eftirlit hefur verið eflt við girðingu á flugvallarsvæðinu í Keflavík eftir að tveimur mönnum tókst að smygla sér um borð í flugvél. Unnið var að því að setja upp gaddavír á ákveðnum svæðum í dag þar sem áður var auðvelt að komast yfir girðinguna. 12.7.2012 21:00 Gefur svínum áfengi og lætur þau éta rusl Bjarni í Bjarnabúð í Reykholti hefur fundið góða leið til að spara sér kostnað við að farga sorpi og nýta það sem til fellur í búðinni og á heimilinu. Svínin sjá um sorpið, éta afgangana og skola þeim svo niður með einum svellköldum. 12.7.2012 20:30 Human Woman troða upp á Faktorý Íslensk Nýdanska dúóið Human Woman mun heiðra Íslendinga með nærveru sinni næstu helgi þegar þeir munu troða upp á Faktorý á laugardaginn næsta. Þrátt fyrir danskar tengingar þá er hljómsveitin alíslensk, en það eru þeir Gísli Galdur og Jón Atli sem skipa hið ofursvala dúó. 12.7.2012 20:24 Pétur Blöndal vill stöðva peningahringekjuna Hægt er að breyta milljónum í innistæðulausa milljarða með tiltölulega einföldum eignatilfærslum á milli hlutafélaga. Karen Kjartansdóttir fékk Pétur Blöndal þingmann til að útskýra hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkar eignabólur, en Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur samþykkt tillögur hans sem miða að því. 12.7.2012 19:30 Sveinn Andri: Aðför kortafyrirtækjanna að málfrelsi stöðvuð Wikileaks getur starfað óhindrað af fullum krafti verði dómur Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Valitor fordæmisgefandi annars staðar í heiminum, segir lögmaður Datacell. Vísa þarf að opna aftur greiðslugátt fyrir Datacell sem kortarisinn lokaði vegna tengsla við Wikileaks. 12.7.2012 18:32 Rúta með eldri borgurum hafnaði utan vegar Rúta með 50 eldri borgurum fór út af þjóðvegi 1 við Másvatn, leiðina á milli Lauga og Mývatns, um fimm leytið í dag. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um umferðaróhappið skömmu síðar. 12.7.2012 18:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12.7.2012 17:07 Hluturinn á botni Eystrasaltsins sagður verða vopn Talið er að dularfulli hluturinn sem sænsku kafararnir fundu á botni Eystrasaltsins fyrir nokkrum árum sé í raun leifar frá seinni heimsstyrjöld. Nánar tiltekið áður óséð tæki úr vopnabúri nasista. 12.7.2012 16:36 Fleetwood Mac kemur saman á ný Fleetwood Mac, ein vinsælasta popphljómsveit sögunnar, mun koma saman á næsta ári og halda í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Sveitin kom síðast saman fyrir þremur árum. 12.7.2012 15:21 CCP er besti sjálfstæði leikjaframleiðandi Evrópu CCP var í gærkvöldi valið besti sjálfstæði leikjaframleiðandi Evrópu á Develop Awards. Eldar Ástþórsson telur verðlaunin "heilmikla viðurkenningu fyrir CCP sem fyrirtæki, enda þungavigtarmenn í tölvuleikjaiðnaðinum í dómnefnd." 12.7.2012 15:13 Veðurblíðan og leyndardómur íssalans Veðurblíðan leikur nú við landsmenn. Hiti hefur skriðið yfir 20 stig á nokkrum stöðum og heiðskírt er víðast hvar. Eins og svo oft áður þá er mikið um að vera hjá íssölum þegar viðrar vel — Fríða í Ísbúð Vesturbæjar brosir að minnsta kosti hringinn. 12.7.2012 14:53 Mjög dapurlegt að svindla á eldri borgurum "Þetta er auðvitað mjög dapurlegt," segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í eldri borgara og bauð þeim ókeypis heimilisþjónustu. Grunur leikur á um að viðkomandi aðili hafi haft eitthvað misjafnt í hyggju. "En því miður er ekkert sem kemur manni lengur á óvart," segir hann og beinir þeim tilmælum til eldra fólks og aðstandenda að vera á varðbergi. 12.7.2012 14:52 Hundrað látnir eftir að olíubíll sprakk Að minnsta kosti 100 létust þegar olíuflutningabíll varð eldi að bráð í suðurhluta Nígeríu fyrr í dag. 12.7.2012 14:14 Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12.7.2012 14:09 MS sjúklingar eygja von Ingunn Jónsdóttir fagna því að lyfið Gilenya verði innleitt hér á landi, en lyfið er við MS sjúkdómnum. 12.7.2012 14:03 Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Alls liggja níu í valnum eftir að snjóflóð féll við franska skíðastaðinn Chamonix í Ölpunum í morgun. Þá eru níu aðrir særðir en þeim hefur nú verið komið undir læknishendur. 12.7.2012 13:47 Sjá næstu 50 fréttir
Annan fordæmir fjöldamorðin í Sýrlandi Kofi Annan, friðarsamningamaður Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í dag að fjöldamorðin í þorpinu Tremesh í Homs-héraði í gær væru hneykslanleg og ófyrirleitin. 13.7.2012 13:35
Litla sólin - Nýjasta verk Ólafs Elíassonar kynnt Nýjasta verk Ólafs Elíassonar, myndlistamanns, hefur verið opinberað í Tate Modern listasafninu í Lundúnum. Verkefnið er hluti af London 2012 hátíðinni en hún er haldin í tilefni af Ólympíuleikunum sem hefjast í borginni seinna í þessum mánuði. 13.7.2012 13:15
Spyr hvort forsvarsmenn Valitors og Borgunar hafi logið að Alþingi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir á Facebook-síðu sinni að Valitor og Borgun hafi hugsanlega verið tvísaga þegar þeir voru kallaðir fyrir á fund Allsherjarnefndar þegar fyrirtækin ákváðu að loka fyrir greiðslugátt WikiLeaks á síðasta ári. Áður hafði danska fyrirtækið Teller gert slíkt hið sama. 13.7.2012 11:28
Koss fyrir heilsuna Kossar eru ekki aðeins góðir fyrir sambandið við makann heldur geta þeir einnig verið góðir fyrir heilsu fólks ef marka má rannsóknir á þessu saklausa athæfi. 13.7.2012 10:00
Níu fíkniefnamál á Eistnaflugi Níu fíkniefnamál hafa komið upp á rokkhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupsstað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um 1300 manns eru staddir á hátíðinni. Þá hefur einn ökumaður verið stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 13.7.2012 09:33
Létu eyða tveimur fóstrum - vildu vera örugg Hjónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson hafa eytt tveimur fóstrum af fimm af læknisráði, en þau eru í viðtali í Fréttatímanum í dag. Þar segja hjónin sögu sína en Paulina átti von á fimmburum líkt og Fréttatíminn greindi frá í síðasta mánuði. Í Fréttatímanum kemur fram að sérfræðingur hafi sagt þeim að hann mælti ekki með fimmburameðgöngu nema með mjög reyndu og færu teymi lækna. 13.7.2012 09:19
Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. 13.7.2012 09:00
Húseiningar standa á víðavangi Húseiningar hafa um nokkra hríð staðið við Reykjanesbraut. Einingarnar eru á nokkuð áberandi stað enda blasa þær við vegfarendum sem keyra Reykjanesbrautina. 13.7.2012 09:00
Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13.7.2012 08:30
Slasaðist í bílveltu á Suðurlandsvegi Einn slasaðist þegar bíll valt á Suðurlandsvegi við skíðaskálann í Hveradölum í morgun. Viðkomandi mun ekki vera alvarlega slasaður en bíllinn er ónýtur eftir veltuna. Þrír sjúkrabílar eru á staðnum, tveir frá Reykjavík og einn frá Selfossi. 13.7.2012 08:16
Þjóðhátíð nær þolmörkum Búið er að selja um sjö þúsund miða á Þjóðhátíð í Eyjum. Svo mikil aðsókn var í miða í vikunni að netsíðan sem hýsir miðasöluna hrundi. 13.7.2012 08:15
Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. 13.7.2012 07:30
Óléttar konur eiga ekki að borða fyrir tvo Sagan segir að óléttar konur eigi að borða fyrir tvo en staðreyndirnar tala öðru máli. 13.7.2012 07:13
Ekki tilefni til verðlækkunar Steingrímur J. Sigfússon iðnaðarráðherra telur ekki tilefni til að endurskoða verðstefnu Landsvirkjunar varðandi raforku. Fréttablaðið sagði frá því í gær að raforkuverð hefði lækkað víða um heim, einkum í Bandaríkjunum, og stóriðjufyrirtæki væru að hugleiða enduropnun lokaðra verksmiðja. 13.7.2012 07:00
Sjómaður puttabrotnaði um borð í togara Sjómaður á togaranum Christina puttabrotnaði þegar skipið var um 100 mílur suðaustur af Skrúði. 13.7.2012 06:58
Sértrúarsöfnuður myrti og át sjö galdramenn Lögreglan í Nýju Papúa Gíneu hefur handtekið 29 meðlimi sértrúarsafnaðar þar í landi, þar af átta konur, sem lagði stund á mannát. 13.7.2012 06:55
Þeir fjórir sem saknað var úr snjóflóðinu eru heilir á húfi Þeir fjórir fjallamenn sem saknað var eftir snjóflóðið í frönsku Ölpunum í gærdag reyndust allir heilir á húfi. 13.7.2012 06:49
Condolezza Rice líkleg sem varaforsetaefni Romney Auknar líkur eru taldar á því að Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði varaforsetaefni Mitt Romney í komandi forsetakosningum þar í landi. 13.7.2012 06:40
Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. 13.7.2012 06:30
Lágmark að halda illgresi í skefjum „Það er lágmarkskrafa að sá meirihluti sem hér er við völd standi undir því einfalda verkefni að láta slá græn svæði í borginni og halda illgresi í skefjum,“ segir í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær 13.7.2012 05:30
Augun svíkja ekki lygarann Breskir vísindamenn segjast hafa afsannað þá kenningu að merkja megi lygar af augnagotum fólks. Vísindamennirnir tóku upp myndband með sjálfboðaliðum þar sem þeir ýmist lugu eða sögðu satt. 13.7.2012 05:00
Færri ráðnir án auglýsinga Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir mjög hafa dregið úr ráðningum án auglýsinga hjá ríkinu. Fréttablaðið greindi frá bréfi Umboðsmanns Alþingis, þar sem hann hvatti til að slíkum ráðningum yrði fækkað og sagði það myndu efla traust á ríkisvaldinu. 13.7.2012 04:00
55 þúsund sóttu um 380 störf Um 55 þúsund manns sóttu um 380 störf sem auglýst voru hjá IKEA í Barcelona á Spáni. IKEA undirbýr opnun verslunar í borginni síðar á þessu ári, að því er segir á fréttavef Aftenposten sem vitnar í vefsíðuna abc.es. Næstum fjórðungur Spánverja er án vinnu, þar af yfir helmingur ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára. Alls eru yfir fjórar milljónir Spánverja án atvinnu. 13.7.2012 01:00
Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Níu eru látnir eftir að snjóflóð féll í Mont Blanc í frönsku Ölpunum í gær. Ellefu slösuðust og fjögurra var enn saknað í gærkvöldi. 13.7.2012 00:30
Eldri borgarar drykkfelldari en áður Norskar konur og karlar eldri en 60 ára drekka nær tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna við Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs sem norska ríkisútvarpið vitnar í. Skýrslan byggir á niðurstöðum heilbrigðiskönnunar í Norður-Þrændalögum. 13.7.2012 00:00
Fagnar umræðu um Landssímahúsið "Við verðum að tryggja það að sýndur verði metnaður við skipulagningu á Landssímareitnum." Þetta segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs. 13.7.2012 11:24
Lögreglumaður stal iPhone af slysstað Tæplega þrítugur lögreglumaður í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sagt upp störfum eftir að hann stal iPhone af slysstað þar sem hann var að vinna. Lögreglumaðurinn var að vinna á slysstað eftir að maður keyrði ölvaður og klessti á. 12.7.2012 23:00
Drápu apa og svæfðu hinn Lögreglan í Las Vegas þarf að sinna fjölbreyttum útköllum í starfi sínu. En sennilega kom eitt sérkennilegasta útkallið í dag þegar lögreglan fékk tilkynningu um tvo tryllta simpansa úti á götu í íbúðahverfi. Annar þeirra sat ofan á bifreið á meðan hinn barði ítrekað ofan á þakið á mannlausum lögreglubíl. 12.7.2012 22:00
Fyrsta ljósmyndin á veraldarvefnum var ekki sú fallegasta Næstkomandi miðvikudag verða 20 ár liðin frá því að fyrsta ljósmyndin birtist á veraldarvefnum. Margir hafa lýst þessari tímamóta ljósmynd sem skelfilegu myndvinnslu-slysi enda þykir hún ekki beinlínis falleg. 12.7.2012 22:00
Klifraði nokkru sinnum upp girðingu áður en öryggisvörður birtist Eftirlit hefur verið eflt við girðingu á flugvallarsvæðinu í Keflavík eftir að tveimur mönnum tókst að smygla sér um borð í flugvél. Unnið var að því að setja upp gaddavír á ákveðnum svæðum í dag þar sem áður var auðvelt að komast yfir girðinguna. 12.7.2012 21:00
Gefur svínum áfengi og lætur þau éta rusl Bjarni í Bjarnabúð í Reykholti hefur fundið góða leið til að spara sér kostnað við að farga sorpi og nýta það sem til fellur í búðinni og á heimilinu. Svínin sjá um sorpið, éta afgangana og skola þeim svo niður með einum svellköldum. 12.7.2012 20:30
Human Woman troða upp á Faktorý Íslensk Nýdanska dúóið Human Woman mun heiðra Íslendinga með nærveru sinni næstu helgi þegar þeir munu troða upp á Faktorý á laugardaginn næsta. Þrátt fyrir danskar tengingar þá er hljómsveitin alíslensk, en það eru þeir Gísli Galdur og Jón Atli sem skipa hið ofursvala dúó. 12.7.2012 20:24
Pétur Blöndal vill stöðva peningahringekjuna Hægt er að breyta milljónum í innistæðulausa milljarða með tiltölulega einföldum eignatilfærslum á milli hlutafélaga. Karen Kjartansdóttir fékk Pétur Blöndal þingmann til að útskýra hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkar eignabólur, en Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur samþykkt tillögur hans sem miða að því. 12.7.2012 19:30
Sveinn Andri: Aðför kortafyrirtækjanna að málfrelsi stöðvuð Wikileaks getur starfað óhindrað af fullum krafti verði dómur Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Valitor fordæmisgefandi annars staðar í heiminum, segir lögmaður Datacell. Vísa þarf að opna aftur greiðslugátt fyrir Datacell sem kortarisinn lokaði vegna tengsla við Wikileaks. 12.7.2012 18:32
Rúta með eldri borgurum hafnaði utan vegar Rúta með 50 eldri borgurum fór út af þjóðvegi 1 við Másvatn, leiðina á milli Lauga og Mývatns, um fimm leytið í dag. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um umferðaróhappið skömmu síðar. 12.7.2012 18:00
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12.7.2012 17:07
Hluturinn á botni Eystrasaltsins sagður verða vopn Talið er að dularfulli hluturinn sem sænsku kafararnir fundu á botni Eystrasaltsins fyrir nokkrum árum sé í raun leifar frá seinni heimsstyrjöld. Nánar tiltekið áður óséð tæki úr vopnabúri nasista. 12.7.2012 16:36
Fleetwood Mac kemur saman á ný Fleetwood Mac, ein vinsælasta popphljómsveit sögunnar, mun koma saman á næsta ári og halda í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Sveitin kom síðast saman fyrir þremur árum. 12.7.2012 15:21
CCP er besti sjálfstæði leikjaframleiðandi Evrópu CCP var í gærkvöldi valið besti sjálfstæði leikjaframleiðandi Evrópu á Develop Awards. Eldar Ástþórsson telur verðlaunin "heilmikla viðurkenningu fyrir CCP sem fyrirtæki, enda þungavigtarmenn í tölvuleikjaiðnaðinum í dómnefnd." 12.7.2012 15:13
Veðurblíðan og leyndardómur íssalans Veðurblíðan leikur nú við landsmenn. Hiti hefur skriðið yfir 20 stig á nokkrum stöðum og heiðskírt er víðast hvar. Eins og svo oft áður þá er mikið um að vera hjá íssölum þegar viðrar vel — Fríða í Ísbúð Vesturbæjar brosir að minnsta kosti hringinn. 12.7.2012 14:53
Mjög dapurlegt að svindla á eldri borgurum "Þetta er auðvitað mjög dapurlegt," segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í eldri borgara og bauð þeim ókeypis heimilisþjónustu. Grunur leikur á um að viðkomandi aðili hafi haft eitthvað misjafnt í hyggju. "En því miður er ekkert sem kemur manni lengur á óvart," segir hann og beinir þeim tilmælum til eldra fólks og aðstandenda að vera á varðbergi. 12.7.2012 14:52
Hundrað látnir eftir að olíubíll sprakk Að minnsta kosti 100 létust þegar olíuflutningabíll varð eldi að bráð í suðurhluta Nígeríu fyrr í dag. 12.7.2012 14:14
Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12.7.2012 14:09
MS sjúklingar eygja von Ingunn Jónsdóttir fagna því að lyfið Gilenya verði innleitt hér á landi, en lyfið er við MS sjúkdómnum. 12.7.2012 14:03
Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Alls liggja níu í valnum eftir að snjóflóð féll við franska skíðastaðinn Chamonix í Ölpunum í morgun. Þá eru níu aðrir særðir en þeim hefur nú verið komið undir læknishendur. 12.7.2012 13:47