Stukku til þegar þeir sáu hús nágrannans brenna 14. júlí 2012 08:00 Vinnudagurinn eftir slökkvistarfið var erfiður hjá Erlingi Snæ en ljósmyndari náði honum í gær útsofnum, óbrunnum og hressum. Fréttablaðið/Stefán Stundum heyrum við látlausar fréttir um bruna í einbýlishúsum og hvernig slökkviliðinu hafi tekist greiðlega að slökkva eldinn. Stundum vantar þó dramatískan kafla í slíkar fréttir þar sem nágrannar leggja líf og limi að veði. Þetta var reyndin þegar eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi í Selbrekku í Kópavogi aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn. Þegar slökkviliðið kom að höfðu þeir Erlingur Snær Erlingsson og Jón Gunnar Kristinsson þegar ráðið niðurlögum eldsins. „Konan mín vakti mig um klukkan hálf þrjú og sagði að það væri hús að brenna skáhallt fyrir neðan okkur,“ rifjar Erlingur Snær upp. Hann brá sér í brók og hljóp út meðan hún hringdi á neyðarlínuna. Þá þegar hafði Jón Gunnar tekið garðslöngu sína og byrjað að buna á eldinn sem var á efri hæð en hægt var að standa þar á sólpalli sem eldtungur náðu ekki til. Þegar Erlingur Snær kom að sprungu rúður og eldurinn endurnærðist af súrefninu sem hann náði þar með í. Þeir vissu ekki hvort einhver væri inni á efri hæðinni en svo reyndist ekki vera. Par var á neðri hæð en það komst út af eigin rammleik. „Þegar ég sé manninn með slönguna fer ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið að liði svo ég lít í kringum mig og sé þá fljótlega lokaðan heitapott. Ég lyfti lokinu og þar eru þá 800 lítrar af kraftaverki. Þá er það að finna eitthvað til að bera það með en þá sá ég keramikpott með steinum sem ég hvolfdi og þá var ég kominn í gagnið.“ Meðan tvímenningarnir stóðu í ströngu áttuðu þeir sig ekki hvor á öðrum. „Þegar ég er búinn að fara nokkrar ferðir heyri ég hvatningaróp frá manninum með garðslönguna og átta mig þá á því að þar er vinur minn Jón Gunnar á ferð,“ segir Erlingur Snær. Skömmu síðar koma tveir lögregluþjónar á vettvang. „Lögreglumaður hrópar „komið ykkur frá, þið eruð í stórhættu,“ en við vorum búnir að sjá árangurinn af þessu hjá okkur svo við sögðum honum bara að koma og leggja okkur lið því þetta væri að klárast og lögregluþjónninn gerði það.“ Erlingur Snær var sendur undir læknishendur að björgunarstarfi loknu og svaf ekkert um nóttina og segist hafa komið úfinn og þjakaður til vinnu um morguninn. Eigendur íbúðarinnar verðlaunuðu svo tvímenninganna með gjafakorti á Hótel Rangá þar sem þeir geta dvalið með spúsum sínum og borðað eins og keisarar. „Það var rausnarlega gert hjá þeim en vænst þótti mér um faðmlagið sem ég fékk og hjartahlýjar þakkirnar,“ segir Erlingur. jse@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Stundum heyrum við látlausar fréttir um bruna í einbýlishúsum og hvernig slökkviliðinu hafi tekist greiðlega að slökkva eldinn. Stundum vantar þó dramatískan kafla í slíkar fréttir þar sem nágrannar leggja líf og limi að veði. Þetta var reyndin þegar eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi í Selbrekku í Kópavogi aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn. Þegar slökkviliðið kom að höfðu þeir Erlingur Snær Erlingsson og Jón Gunnar Kristinsson þegar ráðið niðurlögum eldsins. „Konan mín vakti mig um klukkan hálf þrjú og sagði að það væri hús að brenna skáhallt fyrir neðan okkur,“ rifjar Erlingur Snær upp. Hann brá sér í brók og hljóp út meðan hún hringdi á neyðarlínuna. Þá þegar hafði Jón Gunnar tekið garðslöngu sína og byrjað að buna á eldinn sem var á efri hæð en hægt var að standa þar á sólpalli sem eldtungur náðu ekki til. Þegar Erlingur Snær kom að sprungu rúður og eldurinn endurnærðist af súrefninu sem hann náði þar með í. Þeir vissu ekki hvort einhver væri inni á efri hæðinni en svo reyndist ekki vera. Par var á neðri hæð en það komst út af eigin rammleik. „Þegar ég sé manninn með slönguna fer ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið að liði svo ég lít í kringum mig og sé þá fljótlega lokaðan heitapott. Ég lyfti lokinu og þar eru þá 800 lítrar af kraftaverki. Þá er það að finna eitthvað til að bera það með en þá sá ég keramikpott með steinum sem ég hvolfdi og þá var ég kominn í gagnið.“ Meðan tvímenningarnir stóðu í ströngu áttuðu þeir sig ekki hvor á öðrum. „Þegar ég er búinn að fara nokkrar ferðir heyri ég hvatningaróp frá manninum með garðslönguna og átta mig þá á því að þar er vinur minn Jón Gunnar á ferð,“ segir Erlingur Snær. Skömmu síðar koma tveir lögregluþjónar á vettvang. „Lögreglumaður hrópar „komið ykkur frá, þið eruð í stórhættu,“ en við vorum búnir að sjá árangurinn af þessu hjá okkur svo við sögðum honum bara að koma og leggja okkur lið því þetta væri að klárast og lögregluþjónninn gerði það.“ Erlingur Snær var sendur undir læknishendur að björgunarstarfi loknu og svaf ekkert um nóttina og segist hafa komið úfinn og þjakaður til vinnu um morguninn. Eigendur íbúðarinnar verðlaunuðu svo tvímenninganna með gjafakorti á Hótel Rangá þar sem þeir geta dvalið með spúsum sínum og borðað eins og keisarar. „Það var rausnarlega gert hjá þeim en vænst þótti mér um faðmlagið sem ég fékk og hjartahlýjar þakkirnar,“ segir Erlingur. jse@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira