Innlent

Alþingi þarf að virða lögbundna fresti

Sigurður Líndal, prófessor emeritus í lögfræði, segir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða að markleysu ef Alþingi virðir lögbundna fresti að vettugi. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð í Morgunblaðinu í dag.

Ekki er búið að lögfesta ákvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en Alþingi á að koma saman hinn 11. september næstkomandi. Sigurður Líndal segir að ákveða verði kjördag í síðasta lagi 20. júlí ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsluna eigi síðar en 20. október. Innanríkisráðuneytið hefur þegar skrifað Alþingi bréf vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×