Skoða hvort afnema eigi þagnarskyldu hjá ríkinu 14. júlí 2012 09:00 Katrín Jakobsdóttir segir að við úttekt á vernd tjáningarfrelsis verði ekki síst horft til blaðamennsku hér á landi. fréttablaðið/anton Skoðað verður hvort létta eigi þagnarskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra málaflokksins, segir að fyrsta skref í þeim áfanga hafi verið endurskoðun fjölmiðlalaga. „Við fórum yfir ný fjölmiðlalög út frá markmiðum tillögunnar og þar voru til að mynda prentlögin innlimuð í fjölmiðlalögin og ákvæðin sem gömlu dómarnir, sem Mannréttindadómstóll Evrópu var að fjalla um á dögunum, byggðu á voru í gömlu prentlögunum.“ Ása Ólafsdóttir, formaður stýrihópsins, segir að fyrsta verk hópsins hafi verið að skrifa refsiréttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa meiðyrðamál úr hegningarlögum og inn í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum. Þó fá dæmi séu um refsingu breyti þetta ásýnd þessara mála og þau hverfi úr hegningarlagaumhverfi yfir í einkamálaumhverfi. Í erindinu kemur fram að Mannréttindadómstóllinn hafi í auknum mæli gagnrýnt notkun refsinga sem úrræðis á þessu sviði. „Það er mikilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref.“ Þá mun hópurinn skoða hvort tryggja þurfi betur vernd heimildarmanna. Meðal þess sem skoðað verður er hvort draga eigi úr þagnarskyldu hjá opinberum starfsmönnum. „Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. Það eru skiptar skoðanir um það, en í dag er rík trúnaðarskylda á opinberum starfsmönnum.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Skoðað verður hvort létta eigi þagnarskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra málaflokksins, segir að fyrsta skref í þeim áfanga hafi verið endurskoðun fjölmiðlalaga. „Við fórum yfir ný fjölmiðlalög út frá markmiðum tillögunnar og þar voru til að mynda prentlögin innlimuð í fjölmiðlalögin og ákvæðin sem gömlu dómarnir, sem Mannréttindadómstóll Evrópu var að fjalla um á dögunum, byggðu á voru í gömlu prentlögunum.“ Ása Ólafsdóttir, formaður stýrihópsins, segir að fyrsta verk hópsins hafi verið að skrifa refsiréttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa meiðyrðamál úr hegningarlögum og inn í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum. Þó fá dæmi séu um refsingu breyti þetta ásýnd þessara mála og þau hverfi úr hegningarlagaumhverfi yfir í einkamálaumhverfi. Í erindinu kemur fram að Mannréttindadómstóllinn hafi í auknum mæli gagnrýnt notkun refsinga sem úrræðis á þessu sviði. „Það er mikilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref.“ Þá mun hópurinn skoða hvort tryggja þurfi betur vernd heimildarmanna. Meðal þess sem skoðað verður er hvort draga eigi úr þagnarskyldu hjá opinberum starfsmönnum. „Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. Það eru skiptar skoðanir um það, en í dag er rík trúnaðarskylda á opinberum starfsmönnum.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira