Erlent

Vatnsflóð valda náttúruhamförum á Grænlandi

Óeðlilegt hlýtt veðurfar á Grænlandi hefur leitt til náttúruhamfara í bænum Kangerlussuag við Syðri Straumfjörð þar sem alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur.

Íshellan fyrir ofan bæinn hefur bráðnað það ört að mikil vatnsflóð hafa skollið á bænum. Þau hafa meðal annars rifið í burtu brú sem lá yfir ána sem skiptir bænum í tvennt.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að ekki hafi tekist að bjarga brúnni þrátt fyrir hetjulegar tilraunir bæjarbúa.

Reiknað er með að hörmungar íbúa bæjarins haldi áfram á næstunni því búist er við enn meiri hlýindum þar og þar með auknum vatnsflóðum í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×