Gróf vanræksla á hryssu kærð - dýrið verður aflífað VG skrifar 13. júlí 2012 15:30 Eins og sjá má á myndinni þá voru hófarnir farnir að há hryssunni verulega. Eigandinn verður kærður til lögreglunnar. „Þetta er algjört hirðuleysi, það er ekki í lagi að gera svona," segir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir Austurumdæmis en hann fékk ábendingu í morgun um verulega vanhirta hryssu í umdæminu. Um er að ræða nokkura ára gamla hryssu en hófar hennar hafa ekki verið klipptar í langan tíma og átti hryssan orðið erfitt með það að hreyfa sig. „Þetta var orðið mjög óþægilegt fyrir dýrið," segir héraðsdýralæknirinn. Hjörtur fékk ábendingu í morgun um málið og leitaði strax staðfestingar á því. Eigandinn var fundinn og í ljós kom að dýrið var verulega illa farið. Spurður hvort það sé mögulegt að eðlilegar ástæður liggi þarna að baki, segir Hjörtur það af og frá, „það má vera að dýrið hafi fengið hófsperru, en þá þarf að kalla til dýralækni sem sinnir því. En þarna var ekkert gert," segir hann til útskýringar. Því miður er þetta ekkert einsdæmi, „þetta er í þriðja skiptið sem svona tilfelli kemur upp hjá mér í sumar," segir Hjörtur. Að sögn Hjartar er það ljóst að það þurfi að aflífa dýrið. Þá kærði Hjörtur málið til Matvælastofnunar, sem mun kæra eigandann áfram til lögreglunnar. „Miðað við dómafordæmin þá geta legið nokkuð háar sektir við þessu. Í öðrum löndum geta menn endað í fangelsi fyrir að gera svona lagað," segir Hjörtur. Hann ítrekar að ef vegfarendur sjái hross sem eru illa á sig komin að hafa samband við yfirvöld. Þannig hafi hann fengið ábendingu um þetta hross, og er þakklátur fyrir. „Það er betra að láta vita heldur en að hneyklast yfir þessu og keyra svo áfram," segir Hjörtur að lokum. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta er algjört hirðuleysi, það er ekki í lagi að gera svona," segir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir Austurumdæmis en hann fékk ábendingu í morgun um verulega vanhirta hryssu í umdæminu. Um er að ræða nokkura ára gamla hryssu en hófar hennar hafa ekki verið klipptar í langan tíma og átti hryssan orðið erfitt með það að hreyfa sig. „Þetta var orðið mjög óþægilegt fyrir dýrið," segir héraðsdýralæknirinn. Hjörtur fékk ábendingu í morgun um málið og leitaði strax staðfestingar á því. Eigandinn var fundinn og í ljós kom að dýrið var verulega illa farið. Spurður hvort það sé mögulegt að eðlilegar ástæður liggi þarna að baki, segir Hjörtur það af og frá, „það má vera að dýrið hafi fengið hófsperru, en þá þarf að kalla til dýralækni sem sinnir því. En þarna var ekkert gert," segir hann til útskýringar. Því miður er þetta ekkert einsdæmi, „þetta er í þriðja skiptið sem svona tilfelli kemur upp hjá mér í sumar," segir Hjörtur. Að sögn Hjartar er það ljóst að það þurfi að aflífa dýrið. Þá kærði Hjörtur málið til Matvælastofnunar, sem mun kæra eigandann áfram til lögreglunnar. „Miðað við dómafordæmin þá geta legið nokkuð háar sektir við þessu. Í öðrum löndum geta menn endað í fangelsi fyrir að gera svona lagað," segir Hjörtur. Hann ítrekar að ef vegfarendur sjái hross sem eru illa á sig komin að hafa samband við yfirvöld. Þannig hafi hann fengið ábendingu um þetta hross, og er þakklátur fyrir. „Það er betra að láta vita heldur en að hneyklast yfir þessu og keyra svo áfram," segir Hjörtur að lokum.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði