Erlent

Lemúrar í útrýmingarhættu

mynd/AFP
Vísindamenn óttast nú að lemúrar séu í útrýmingarhættu. Af þeim 109 tegundum lemúra sem hafa til á Madagaskar eru rúmlega 90 á barmi útrýmingar.

Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegs hóps vísindamanna sem heimsótti Madagaskar á dögunum. Lemúrar finnast hvergi annars staðar en á eyjunni.

Frá því að stjórnarbylting átti sér stað í landinu árið 2009 hefur orðið mikil aukning í ólöglegu skógarhöggi. samhliða því hafa lemúrar síðan verið veiddir af miklu offorsi síðustu ár.

Niðurstöður rannsóknarleiðangursins gefa til kynna að 23 tegundir lemúra séu í mikilli hættu á að hverfa alfari úr náttúrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×