Fleiri fréttir

Segir mótmælin hafa verið fámenn í dag

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að gangan niður Laugaveg í dag hafi verið ákaflega fámenn. Aðeins nokkur hundruð manns hafi sinnt kallinu um þjóðfund á Arnarhóli. Hann segir trúverðugleika fjölmiðlamanna bíða hnekki, þegar þeir leitast við að mikla fjölda þátttakenda í mótmælum.

Sálfræðinemar opna hjálparsíðu fyrir börn og unglinga

BA nemendur í sálfræði við Háskóla Íslands hafa opnað hjálparsíðu sem ætluð er börnum og unglingum hér á Vísi. Hugmyndin kemur frá nemendunum sjálfum sem datt í hug að halda síðunni úti meðfram námi. Auður Sjöfn Þórisdóttir er ein þeirra sem standa að baki síðunni.

Leit að rjúpnaskyttu hætt

Leit að rjúpnaskyttu sem saknað er í Árnessýslu hefur enn engan árangur borið. Um 80-100 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í henni í dag. Síðustu leitarhóparnir eru væntalegir í hús eftir u.þ.b. klukkustund og verður þá leitinni hætt þar sem myrkur hamlar leit.

Lög um gjaldeyrishöft skelfileg mistök

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir setningu laga um gjaldeyrishöft skelfileg mistök og afnema beri lögin hið snarasta. Þau muni hafa þveröfug áhrif miðað við tilgang þeirra og leiði til þess að gjaldeyrir skili sér ekki til landsins.

Segir meirihluta sjálfstæðismanna á móti evrópusambandsaðild

Hinn þögli meirihluti sjálfstæðismanna er á móti evrópusambansdaðild. Þetta segir fyrrverandi ritsjóri Morgunblaðsins en hann flutti erindi á fundi Heimssýnar í dag. Hann segist ekki eiga von á stefnubreytingu í Valhöll eftir Landsfundinn í Janúar.

Vinstri grænir orðnir stærstir allra flokka

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mesta fylgi allra stjórnmálaflokka í nóvember samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Þetta kom fram í kvöldfréttum á Rúv nú í kvöld. Ríkisstjórnin hefur ekki verið með minna fylgi síðan árið 1993.

Síldveiðar við Ísland í uppnámi

Síldveiðar við Ísland eru í uppnámi. Ef allt fer á versta veg blasir milljarðatjón við sjávarútveginum og tugir uppsagna við síldarvinnslu vofa yfir. Áfall, segir sjávarútvegsráðherra en segir ekki tímabært að ræða aukakvóta til að veiða upp sýktu síldina. Lóa Pind Aldísardóttir hitti menn á leið út af krísufundi hjá Hafrannsóknarstofnun nú síðdegis.

Mótmælendur farnir úr Seðlabankanum

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að allt sé með rólegasta móti í Seðlabankanum. Talsverður fjöldi mótmælenda kom sér fyrir í anddyri bankans seinni partinn í dag og neitaði að yfirgefa svæðið fyrr en seðlabankastjóri kæmi og talaði við hópinn.

Stavanger og Dusseldorf nýir áfangastaðir Icelandair næsta sumar

Icelandair kynnir um þessar mundir áætlun félagsins fyrir næsta sumar. Alls verður flogið til 23 áfangastaða og allt að 136 flug á viku. Meðal nýjunga er reglulegt flug til Stavanger í Noregi og Dusseldorf í Þýskalandi. Þá verður tíðni aukin í flugi til Toronto í Kanada frá því sem verið hefur, en í heild er um að ræða minni flugáætlun en á síðasta sumri og flug til Orlando í Florida í Bandaríkjunum verður fellt niður næsta sumar.

Framsóknarkonur fagna nýjum konum

Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) fagnar því að tvær nýjar þingkonur hafa bæst við þingflokk Framsóknarflokksins, þær Helga Sigrún Harðardóttir og Eygló Harðardóttir.

Rólegra við Seðlabankann

Sextíu til sjötíu manns sitja nú inni í anddyri Seðlabankans og neita að yfirgefa svæðið. Mikill hiti var í fólki áðan og hótaði lögreglan því að beita varnarúða ef það hefði sig ekki á brott. Að sögn sjónarvotta er meiri ró yfir fólki nú en fólkið krefst þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hverfi úr embætti.

Laun lækkuð um 20 prósent hjá toppunum

,,Við byrjuðum á okkur. Það er eðlilegt því einhvers staðar þarf að byrja," segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, en laun hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins hafa verið lækkuð um 20%.

Áhlaup á Seðlabankann - Varnarúða hótað

Rétt í þessu var gert áhlaup á Seðlabanka Íslands. Á annað hundrað manns eru við bygginguna og ruddust tugir þeirra inn í stofnunina. Hópurinn vill fá að ræða við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra.

Hitaveitu Suðurnesja skipt í tvö fyrirtæki

Hluthafafundur Hitaveitu Suðurnesja hf ákvað í dag að skipta fyrirtækinu upp í tvö aðskilin fyrirtæki og var áætlun þar að lútandi samþykkt á fundinum. Í þessari ákvörðun felst að veitukerfi fyrir raforku, hitaveitu og ferskvatn verða í sérstöku félagi, en framleiðslan og sala raforku verður í öðru félagi.

Frú Clinton verður utanríkisráðherra

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti tilkynnti opinberlega í dag að hann myndi skipa Hillary Clinton í embætti utanríkisráðherra og að Robert Gates yrði áfram í embætti varnamálaráðherra.

Jóhanna fær Barnamenningarverðlaunin

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðasjóðs barna í ár. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarmaður í sjóðnum, afhenti Jóhönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Þá var einnig úthlutað styrkjum til málefna er varðar börn fyrir alls um 8 milljónir króna.

Þúsundir á þjóðfundi

Boðaður þjóðfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan þrjú í dag og má gera ráð að hið minnsta tvö þúsund manns séu mætt á Arnarhól.

Vinnu við fjárlagafrumvarp miðar vel

Stefnt er að því að fjárlaganefnd Alþingis ljúki við umfjöllun um fjárlagafrumvarpið um næstu helgi. Önnur umræða um málið geti svo hafist 10. eða 11. desember. Þetta segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Hann segir að nefndin sé að taka á móti gestum þessa dagana og fara yfir málin með fulltrúum ráðuneytanna. Sú vinna gangi vel.

Bankarnir komu að forsetabókinni

Viðskiptabankarnir þrír Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn komu allir fjárhagslega að nýútkominni bók Guðjóns Friðrikssonar, ævisagnaritara, Sögu af forseta.

LÍÚ telur brýnt að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að fréttir af ítrekuðum meintum ólöglegum veiðum færeyskra skipa í íslenskri lögsögu sýna betur en nokkuð annað hve brýnt er að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Íslensk stúlka í hringiðu átakanna í Mumbai

Bryndís Helgadóttir, 19 ára, er íslensk fyrirsæta sem starfar á Indlandi. Hún var stödd í hringiðu atburðanna í Mumbai þegar hryðjuverkamenn gerðu mannskæðar árásir í borginni.

Niðurstaða kjararáðs liggur fyrir

Niðurstaða liggur fyrir um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins og verður hún kynnt forsætisráðherra í dag. Þetta sagði Guðrún Zöega, formaður Kjararáðs, í samtali við Vísi.

Sekt fyrir veggjakrot og sprengjugerð

Sautján ára gamall drengur var í dag dæmdur í héraðsdómi til þess að greiða hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir veggjakrot og fyrir ólöglega meðferð skotelda.

Árs fangelsi fyrir ránstilraun og líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Einar Birgi Ingvarsson, 35 ára Hafnfirðing, í dag í árs fangelsi fyrir ránstilraun og brot gegn valdstjórninni þegar hann réðst að lögreglumönnum.

Spenna magnast milli Indlands og Pakistans

Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans eftir mannskæðu hryðjuverkaárásirnar í Múmbaí á Indlandi fyrir helgi. Indverjar segja ódæðismennirnir hafa fengið þjálfun í Pakistan áður en þeir hafi ráðist til atlögu.

Fangi á Vernd sýknaður í peningafalsmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann um tvítugt af ákæru um peningafölsun. Í ákærunni var manninum gert að sök að hafa greitt með tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum fyrir pítsur, sem sendar voru til mannsins þar sem hann var vistaður á áfangaheimilinu Vernd. Dómari taldi ekki sannað, að maðurinn hefði borgað með seðlunum.

Sýking breiðist út á síldarmiðum

Sýking hefur fundist í síldinni sem veiddist út af Keflavík í gær, eftir að sýkingar varð vart í Breiðafirði fyrir helgi. Sjómenn líkja þessu við áfall, enda getur það tekið stofninn nokkur ár að ná sér, þar sem öll sýkt síld drepst.

Vonast eftir niðurstöðu í dag

Formaður Kjararáðs vonast eftir því að niðurstaða liggi fyrir um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins á fundi ráðsins í dag. „Ég er að gera mér vonir um það, en ég veit það ekki fyrr en að loknum fundi," segir Guðrún Zoega, formaður Kjararáðs.

Fimmtungur treystir Geir best

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur mests stuðnings stjórnmálaleiðtoga þegar spurt er hvaða stjórnmálamanni kjósendur treysta best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Ríflega 18 prósent kjósenda treysta ekki neinum stjórnmálamanni til þess að leiða næstu ríkistjórn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir vefritið Smuguna.

Flestir nota enskar útgáfur af hugbúnaði

Í dag var hleypt af stokkunum átaki sem miðar að því að auka notkun íslenskra þýðinga í hugbúnaði. Mikill meirihluti landsmanna kýs að stunda tölvuvinnu sína í ensku stýrikerfisumhverfi þrátt fyrir að íslensk þýðing sé fáanleg án endurgjalds. „Okkar mál - íslenska“ er yfirskrift átaksins en að því standa Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið og Íslensk málstöð.

Mikið um að vera á fullveldisdaginn

Fullveldisdeginum er fagnað víða um land í dag. Í Háskóla Íslands efnir rektor ásamt Stúdentaráði til sameiginlegrar samkoumu sem hófst núna klukkan tíu. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum efnir til hátíðar í Salnum í Kópavogi og við Háskólann á Akureyri er mikið um að vera.

Ögmundur vill kjósa um ESB aðild

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, vill að Íslendingar fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Í pistli á vefsíðu sinni segir Ögmundur að þörf sé á lýðræðislegri niðurstöðu um málið sama hvort tekin verði ákvörðun um inngöngu eða ekki.

Hvalkjötssölu fagnað

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hélt formannaráðstefnu fyrir helgi þar sem nokkrar ályktanrir voru samþykktar. Þar á meðal var því fagnað að náðst hafi samningar um sölu á hvalkjöti til Japans og var skorað á stjórnvöld að leggja áherslu á að stuðla að auknum viðskiptum milli þjóðanna á þessu sviði.

Vilja takmarka leiguframsal

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands vill takmarka verulega leiguframsal innan fiskveiðiársins. ,,Leiga á aflaheimildum innan ársins er og mun verða megin ástæðan fyrir misferli við launauppgjör sjómanna á meðan hún er heimiluð. Afgerandi takmörkun á kvótaleigu innan fiskveiðiársins er mun stærra mál en svo að ásættanlegt sé fyrir sjómenn að ríkisstjórnarin láti kyrrt liggja árum saman," segir í ályktun formannaráðstefnu FFSÍ.

Annar indverskur stjórnmálamaður býður afsögn

Reiði almennings á Indlandi fer vaxandi í kjölfar ódæðisverkanna þar í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins sagði af sér í gær en auk hans hefur nú ríkisstjóri Maharashtra, þar sem Mumbai er staðsett, boðist til að láta af störfum.

Tómar vélar mega fara frá Bangkok

Taílensk yfirvöld hafa náð samkomulagi við stjórnarandstæðingana, sem loka tveimur stærstu flugvöllum Bangkok, um að 88 flugvélar sem staddar eru á stærri flugvellinum megi fljúga þaðan tómar

Samið við sjóræningja um skip með vopnafarm

Eigendur flutningaskips frá Úkraínu, sem flutti stóran vopnafarm og sómalskir sjóræningjar rændu fyrir rúmum tveimur mánuðum, hafa náð samkomulagi við sjóræningjana um að greiða lausnargjald fyrir skipið sem var á leið til Kenýa.

Hundur fann tæplega níræðan mann í læk

Danskur lögregluhundur bjargaði að öllum líkindum lífi 87 ára gamals manns þegar hann fann manninn ofan í læk snemma í morgun á náttfötunum einum saman.

Endeavour komin til jarðar

Geimskutlan Endeavour er lent í Kaliforníu eftir 16 daga ferð sína til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir