Innlent

Vonast eftir niðurstöðu í dag

Geir og Ingibjörg kalla eftir launalækkun. Mynd/ Vilhelm.
Geir og Ingibjörg kalla eftir launalækkun. Mynd/ Vilhelm.

Formaður Kjararáðs vonast eftir því að niðurstaða liggi fyrir um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins á fundi ráðsins í dag. „Ég er að gera mér vonir um það, en ég veit það ekki fyrr en að loknum fundi," segir Guðrún Zoega, formaður Kjararáðs.

Geir H. Haarde tilkynnti á fréttamannafundi fyrir tíu dögum síðan að hann myndi fara þess á leit við Kjararáð að laun þeirra sem heyrðu undir ráðið myndu lækka og taldi að sú lækkun gæti orðið á bilinu 5-15%. Stjórnarskráin kemur þó í veg fyrir að hægt verði að lækka laun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.

Fundur Kjararáðs hefst á hádegi og gerir Guðrún ráð fyrir að honum verði lokið um tveimur stundum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×