Innlent

Sálfræðinemar opna hjálparsíðu fyrir börn og unglinga

Auður Sjöfn Þórisdóttir og Ingunn S. Unnsteinsdóttir eru talsmenn síðunnar.
Auður Sjöfn Þórisdóttir og Ingunn S. Unnsteinsdóttir eru talsmenn síðunnar.

BA nemendur í sálfræði við Háskóla Íslands hafa opnað hjálparsíðu sem ætluð er börnum og unglingum hér á Vísi. Hugmyndin kemur frá nemendunum sjálfum sem datt í hug að halda síðunni úti meðfram námi. Auður Sjöfn Þórisdóttir er ein þeirra sem standa að baki síðunni.

„Okkur datt í hug að gera eitthvað svona til þess að öðlast reynslu, þetta er líka góð leið til þess gera eitthvað gagn á þessum tímum," segir Auður en til þess að byrja með skipta nemendur á milli sín að svara þeim sem sækja síðuna.

„Það verður þannig til að byrja með þar sem við erum á fullu í lokaprófum, eftir áramót er hugmyndin að stækka þetta og fá fleiri til þess að taka þátt," segir Auður en síðan er aðallega ætluð börnum og unglingum.

„Þau geta þá sent okkur spurningar sem tengjast líðan þeirra í kreppunni og yfir jólin, við reynum síðan að koma með ráðleggingar."

Auður segist hafa fundið fyrir mikilli óvissu og ringulreið í samfélaginu. „Það eru margir sem liður illa og sérstaklega börn sem skilja oft ekki hvað er að gerast og svona. Því er sniðugt að hafa einhvern stað til þess að leita til."

Þeir sem senda inn spurningar fá persónuleg svör í pósti en ætlunin er einnig að birta einhverjar nafnalusar spurningar og svör við þeim sem vonandi gagnast öðrum.

Hægt er að skoða síðuna hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×