Fleiri fréttir Í skoðun að breyta gjaldeyrislögunum „Erlendir fjárfestar ætluðu flestir að fjármagna uppbyggingu okkar á næsta ári með hlutafé að langmestu leyti. Það er bannað samkvæmt gjaldeyrislögunum nú eins og ég skil þau,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings. 1.12.2008 06:30 Kynnir ráðherralista í dag Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun á blaðamannafundi í Chicago í dag tilkynna hverja hann hyggst skipa í nokkur helstu embættin í væntanlegri ríkisstjórn. Fyrir liggur að þar á meðal verða fyrrverandi keppinautar á borð við Hillary Clinton sem ætlað er að taka við utanríkisráðuneytinu. 1.12.2008 06:00 Geir skrifar vinaþjóðum Geir H. Haarde forsætisráðherra ritar opið bréf til þjóða sem styðja við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bréfið birtist í dagblöðum í viðeigandi ríkjum í dag. 1.12.2008 06:00 Er bjartsýnn á að lausn finnist „Ég hef fulla trú á því að stjórnvöld og Seðlabankinn finni lausnir sem fyrst til að koma nær eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný. Lög á gjaldeyrisviðskipti geta ekki verið til langframa,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, um nýsettar hömlur á gjaldeyrisviðskipti sem samþykktar voru á Alþingi aðfaranótt föstudags. Hann segir erfitt að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný en gerir ráð fyrir því að lögin gildi í stuttan tíma. 1.12.2008 05:00 Ferðamenn hafa neitað að borga Ferðamenn tíma sumir hverjir ekki lengur að fara í dýrari ferðir innanlands vegna þess hversu mjög landið hefur verið markaðssett sem ódýr áfangastaður. Þetta segir Kristján Kristjánsson hjá ferðaþjónustunni Mountain Taxi. 1.12.2008 04:30 Samstaða á erfiðum tímum Boðað hefur verið til veglegra hátíðarhalda í London í dag til að minnast 90 ára fullveldis Íslands. Það er Íslendingafélagið í London sem stendur fyrir hátíðarhöldunum ásamt sendiráði Íslands og íslenska söfnuðinum í London. 1.12.2008 04:00 Álag hjá Vinnumálastofnun Stríður straumur hefur verið inn á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar við Engjateig í Reykjavík frá því í byrjun október. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður skrifstofunnar, segir að straumurinn hafi verið afskaplega mikill og álagið líka. 1.12.2008 04:00 Sjö hæða hótel á áætlun Fjármögnun byggingar sjö hæða hótels, annarra nýbygginga og upphitaðs torgs á svokölluðum Hljómalindarreit er ekki tryggð. Framkvæmdirnar eru þó enn á áætlun. „Við tókum ákvörðun um að fá deiliskipulagið samþykkt áður en við færum að huga að fjármögnun,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa ehf., sem standa fyrir framkvæmdunum. 1.12.2008 03:30 Indverjar reiðir yfirvöldum öryggismála Innanríkisráðherra Indlands sagði af sér í gær í kjölfar þeirrar gagnrýni sem á öryggisyfirvöldum ríkisins hefur dunið vegna hinna blóðugu árása hryðjuverkamanna í Mumbai sem hófust síðastliðinn miðvikudag en ekki tókst að binda enda á fyrr en á laugardag. 174 létu lífið í árásunum, sem tíu manna hópur herskárra múslima frá Pakistan framdi að því er lögregluyfirvöld í Mumbai fullyrða. 1.12.2008 03:00 Á veiðum 50 metra frá landi Fjögur skip voru að síldveiðum að segja má við bryggjusporðinn í Keflavíkurhöfn í gær. Álsey VE og Birtingur NK fengu fullfermi, en Súlan EA og Margrét EA lögðust að bryggju í Keflavík í gærkvöldi og er ætlunin að halda veiðum áfram í dag. 1.12.2008 03:00 Hesthús á Ólafsfirði vekja áhyggjur íbúa Fyrirhugað hesthúsahverfi í Ólafsfirði mætir harðri andspyrnu margra á staðnum. Núverandi hesthúsahverfi í Ólafsfirði stendur nokkuð fyrir innan kauptúnið. Samkvæmt nýju deiliskipulagi, sem meirihluti skipulags- og umhverfisnefnda Fjallabyggðar samþykkti, verður hverfið flutt vegna snjóflóðahættu að suðurenda flugbrautarinnar. Þar á það að standa um 400 metra frá íbúabyggðinni. 1.12.2008 02:45 Íslenskt hvalkjöt á markað Íslenskt hvalkjöt er komið á markað í Japan, að því er fram kemur í frétt á vef ABC-fréttaveitunnar. Langreyðarkjötið, 65 tonn, hefur legið í frystigeymslu síðan í byrjun júní á þessu ári, þegar það var flutt til Japans. Það var veitt haustið 2006. 1.12.2008 02:45 Heimild til að aflétta bankaleynd til staðar Bankaleynd er háð takmörkunum og lagaramminn veitir nú þegar ýmsar heimildir til að aflétta henni. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, HR, bendir á að upplýsingar um fjárhagsmál séu ekki skilgreindar sem sérstaklega viðkvæmar persónuupplýsingar í lögum um persónuvernd. Mörg lagasetningin í þjóðfélaginu undanfarið höggvi nær réttindum borgaranna en lög sem væru sett til að afnema höft á upplýsingagjöf, til dæmis til rannsóknarnefndar. 1.12.2008 02:30 Staðinn vörður um innviðina Nýju embætti héraðssaksóknara verður ekki komið á laggirnar fyrr en í byrjun árs 2010, þar sem ákveðið hefur verið að ráðast ekki í nýjan kostnað í ríkisrekstri. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. 1.12.2008 02:30 Jómfrúarflug farþegaþotu ARJ-21, fyrsta farþegaþotan sem Kínverjar hanna sjálfir og áforma fjöldaframleiðslu á, fór í sitt fyrsta tilraunaflug á föstu-daginn. Það tókst að óskum. 1.12.2008 02:00 Segja niðurskurð á RÚV aðför að fréttastofu - Ekki hægt að réttlæta ofurlaun Páls Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu sendir yfirstjórn stofnunarinnar og stjórnvöldum tóninn í yfirlýsingu sem send var út í kvöld. Eru stjórnvöld sökuð um vanhugsaða stefnu og æðstu stjórnendur RÚV hvattir til að deila kjörum með starfsmönnum. 30.11.2008 23:53 Keyrðu á og reyndu að flýja Árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Listabraut nú rétt fyrir tíu. Par sem í bílnum var reyndi að komast undan á hlaupum, en þau eru grunuð um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Þau náðust og voru flutt á slysadeild en ekki er vitað hve alvarleg meiðsl þeirra eru. Þau verða að lokinni aðhlynningu flutt á lögreglustöð þar sem verður tekin af þeim skýrsla. 30.11.2008 22:14 Hætta leit fram til morguns Leit er lokið í dag að rjúpnaskyttunni sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil í gær. Henni verður haldið áfram þegar birtir í fyrramálið. Tæplega tvö hundruð björgunarsveitarmenn hafa leitað mannsins í dag, og notið liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar. 30.11.2008 21:29 Segja nær helming starfsmanna horfa fram á atvinnuleysi Nær helmingur starfsmanna á stofum innan vébanda Félags Arkítektastofanna sér fram á atvinnuleysi frá febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun Arkitektafélags Íslands og Félags Arkítektastofanna, sem félögin afhentu forsætisráðherra í gær. 30.11.2008 20:10 Endeavour lögð af stað inn í gufuhvolfið Geimflaugin Endeavour hóf fyrir stundu ferð sína aftur inn í gufukvölf jarðar nú undir kvöld. Hún hefur dvalið við alþjóða geimstöðina undafarið þar sem áhöfn hennar hefur unnið að viðgerðum. 30.11.2008 20:55 Ekki vænlegt að hleypa fólki fyrr á eftirlaun Það er slæm hugmynd að leyfa fólki að hætta fyrr að vinna, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir breytinguna aðeins myndi hafa áhrif á kjör fólks til hins verra. 30.11.2008 20:26 Aukið framboð af leiguhúsnæði Húsaleigumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Í smáauglýsingadálkum dagblaðanna eru nú margar íbúðir boðnar til leigu en fyrir ekki svo löngu síðan var framboðið nánast ekkert. 30.11.2008 18:30 Tveir hryðjuverkamannanna gætu verið Bretar Tveir hryðjuverkamannanna í Mumbai eru Bretar, er marka má orð þess eina sem eftir lifir. Þetta hefur breska blaðið The Sun eftir heimildamanni innan indversku lögreglunnar, sem segir þetta hafa komið fram við yfirheyrslur á eina vígamanninum sem náðist á lífi. 30.11.2008 15:36 Lendingu Endeavour frestað Nasa hefur frestað lendingu geimflaugarinnar Endeavour vegna veðurs. Flaugin er a leið heim úr ferð í alþjóða geimstöðina þar sem áhöfn hennar hefur sinnt viðgerðum. Vélin átti að lenda á Kennedy Space Center í Flórída upp úr sex í dag. Næsti möguleiki fyrir hana til að lenda er klukkan að verða átta, en gangi það ekki eftir gæti hún verið send á varaflugvöll í Kaliforníu. 30.11.2008 14:33 Glæsivillur lækka í verði Efnahagskreppan er farin að teygja arma sína til Dubai, þar sem peningaaustur til glæsi framkvæmda hefur verið meiri en nokkurnsstaðar annarsstaðar í heiminum síðustu misseri. Verð á meðal stórri tveggja hæða íbúðarvillu með öllu í Pálma byggðinni svonefndu, hefur lækkað úr 550 milljónum króna í september niður í rösklega 300 milljónir núna, sem er liðlega 30 prósenta lækkun. Þá hafa stjórnvöld ákveðið að draga úr ýmsum stórframkvæmdum i viðskiptahverfi borgarinnar, nema hvað haldið verður áfram að hækka skýjakljúfinn, sem þegar er orðinn lang hæsta hús í heimi. Endanleg hæð er enn leyndarmál. 30.11.2008 12:18 Mokveiði af síld við Njarðvík Nokkur skip eru nú að mok veiða síld rétt utan við höfnina í Njarðvík og fleiri skip eru á fulltri ferð á leiðinni þangað. Mörg áru eru síðan að síld hefur verið veiðanleg í enhverju mæli á þessum slóðum. 30.11.2008 12:15 Rjúpnaskyttan ófundin En hefur ekkert spurst til rjúpnaskyttu sem leitað hefur veirð nærri Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi frá því í gær. Björgunarsveitarmenn fundu fyrr í dag spor sem þeir röktu, en án árangurs. Um 150 manns hafa leitað mannsins í dag og hefur þyrla landhelgisgæslunnar tekið þátt í leitinni. 30.11.2008 12:13 Útgerðarfyrirtæki fá tilboð í gjaldeyri Útgerðarfyrirtæki fá reglulega fyrirspurnir frá innflutningsfyrirtækjum um kaup á gjaldeyri að sögn framkvæmdastjóra LÍÚ. Hann segir tilboðin oft 20 til 30 prósent fyrir ofan gengi Seðlabanka Íslands. 30.11.2008 12:00 Bill Clinton opinberar lista yfir stuðningsmenn Bill Clinton hefur fallist á að gera opinberan lista yfir meira en 200 þúsund stuðningsmenn sína til þess að Hillary kona hans geti orðið utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 30.11.2008 12:00 Sjóræningjar semja við eigendur flutningaskips Sómalskir skæruliðar hafa náð samkomulagi við eigendur úkraínsks flutningaskips sem þeir hafa haldið um að láta það af hendi. Sjóræningjarnir hafa haldið skipinu frá því í september, en um borð í því eru 33 skriðdrekar og annar herbúnaður. 30.11.2008 11:10 Öryggisráðgjafi segir af sér vegna árásanna í Mumbai M.K Narayanan, öryggisráðgjafi indversku stjórnarinnar hefur sagt af sér vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbai, að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. Innanríkisráðherra landsins, Shivraj Patil sagði einnig af sér í dag. 30.11.2008 10:35 Stirt milli Indlands og Pakistans Mikil spenna er milli Indlands og Pakistans eftir fjöldamorð hryðjuverkamanna í indversku borginni Mumbai. Indverjar segjast hafa sannanir fyrir pakistönskum tengslum. Pakistanar harðneita því. Þeir hafa fordæmt árásina og heitið að veita alla þá aðstoð sem þeir geti. Pakistan og Indland hafa háð þrjú stríð. Menn hafa sérstakar áhyggjur af átökum þeirra á milli í dag, þar sem löndin eru nú bæði kjarnorkuveldi. Innanríkisráðherra Indlangs hefur sagt af sér vegna árásarinnar. 30.11.2008 10:26 Grindhvalir drápust í Tasmaníu Að minnsta kosti 150 grindhvalir drápust eftir að hafa synt á land á vesturströnd Tasmaníu. Áströlsk yfirvöld segja að tekist hafi að stýra 30 hvölum til viðbótar frá landi. Algengt er að hvalavöður syndi á land í Ástralíu, en ekki er vitað gerla hvers vegna. Grindhvalir verða allt að átta metra langir og vega mest um fimm tonn. Færeyingar veiða mikið af þessari tegund og hafa hlotið bágt fyrir. 30.11.2008 10:24 Kveikt í rusli í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Jafnaseli í Breiðholti laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi eftir að eldur var borinn að rusli sem safnað hafði verið saman í litla brennu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsins. Þá var tilkynnt um eld í nýbyggingu á Álftanesi skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Kveikt hafði verið í einangrunarplötum í kjallara hússins. Ekki var um mikinn eld að ræða og gekk slökkvistarf vel. Húsið, sem er fokhelt, skemmdist lítið. 30.11.2008 10:23 Fjöldi innbrota í sumarbústaði Tilkynnt var um sex innbrot í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gær. Mikið hefur verið um innbrot á svæðinu frá því í sumar, og eru það helst flatskjáir og annar húsbúnaður sem freistar þjófa. Lögregla hvetur fólk til þess að fylgjast vel með sumarhúsum sínum og láta vita af grunsamlegum mannaferðum í sumarhúsahverfum. 30.11.2008 10:12 Rjúpnaskyttunnar enn saknað Ekkert hefur enn spurst til rjúpnaskyttu sem leitað var í Árnessýslu í gær og nótt. Ríflega hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins, en hlé var gert á leitinni í morgun til þess að skipta út mannskap. Leit verður haldið áfram í birtingu. Leitarmönnum verður þá fjölgað auk þess sem þyrla landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni, en svæðið er afar erfitt yfirferðar. Mikill kuldi er á svæðinu en veður kyrrt. Maðurinn er vanur útivistarmaður og að sögn félaga hans vel búinn. 30.11.2008 09:58 Opið á skíðasvæðum norðanlands Skíðasvæðið á Skarði við Siglufjörð verður opið frá klukkan ellefu til fimm í dag. Veður á svæðinu er gott og nægur snjór. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri er opið frá tíu til fjögur, og á Tindastóli í Skagafirði frá tólf til fimm. 30.11.2008 09:57 Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýðir Austurvöll þessi jól er tólf metra hátt og var höggvið í Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Oslóarbúa. Jólsveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Stúfur ætla að mæta á svæðið og syngja nokkur jólalög. 30.11.2008 09:55 Aukinn fjöldi bíla á uppboð Einhver aukning hefur orðið á fjölda bíla sem boðnir eru upp vegna vanskila, að mati starfsmanns Vöku. Sýslumaðurinn í Reykjavík auglýsti í gær tæplega 950 bíla sem bjóða á upp næsta laugardag. 30.11.2008 07:00 Alcoa verður að meta orkuöflun líka Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. 30.11.2008 06:00 Setið um plássin „Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. 30.11.2008 05:00 Leitarmönnum fjölgað í rúmlega hundrað Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Hellu og Hvolsvelli hefur verið kallaður út til að leita rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið frá hádegi. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna hefur leitað mannsins frá því á fjórða tímanum með aðstoð sporhunda, og um tíma tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni. 29.11.2008 19:30 Ætla að höfða mál vegna peningamarkaðssjóða Um 200 manns mættu á opinn fund fyrir helgi þar sem formaður bankaráðs Nýja Landsbankans og bankastjóri sátu fyrir svörum um peningabréf í Landsbankanum. Fólk var verulega ósátt við að fá einungis 68,8 prósent af inneign sinni tilbaka - að þriðjungur sparnaðar þess hafi horfið í hýt við yfirtöku fjámálaeftirlitsins á gamla Landsbankanum. 29.11.2008 20:37 Lögregla stöðvaði strætisvagn Lögregla stöðvaði fyrr í kvöld strætisvagn í Mosfellsbæ til þess að kanna ástand ökumanns, eftir að henni hafði borist tilkynning um einkennilegt ökulag. Ökumaðurinn reyndist við eftirgrennslan allsgáður, en ókunnugur í hverfinu. Hann hafði tekið óþarflega skarpa beygju á vitlausum stað og ekið utan í skilti. 29.11.2008 20:06 Segir skort á framtíðarsýn grafa undan gjaldeyrisstefnu Skortur á framtíðarsýn stjórnvalda grefur undan stefnu þeirra í gjaldeyrismálum að mati forseta ASÍ. Hann óttast að núverandi haftastefna geri aðeins illt verra og dragi kreppuna á langinn. 29.11.2008 19:11 Sjá næstu 50 fréttir
Í skoðun að breyta gjaldeyrislögunum „Erlendir fjárfestar ætluðu flestir að fjármagna uppbyggingu okkar á næsta ári með hlutafé að langmestu leyti. Það er bannað samkvæmt gjaldeyrislögunum nú eins og ég skil þau,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings. 1.12.2008 06:30
Kynnir ráðherralista í dag Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun á blaðamannafundi í Chicago í dag tilkynna hverja hann hyggst skipa í nokkur helstu embættin í væntanlegri ríkisstjórn. Fyrir liggur að þar á meðal verða fyrrverandi keppinautar á borð við Hillary Clinton sem ætlað er að taka við utanríkisráðuneytinu. 1.12.2008 06:00
Geir skrifar vinaþjóðum Geir H. Haarde forsætisráðherra ritar opið bréf til þjóða sem styðja við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bréfið birtist í dagblöðum í viðeigandi ríkjum í dag. 1.12.2008 06:00
Er bjartsýnn á að lausn finnist „Ég hef fulla trú á því að stjórnvöld og Seðlabankinn finni lausnir sem fyrst til að koma nær eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný. Lög á gjaldeyrisviðskipti geta ekki verið til langframa,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, um nýsettar hömlur á gjaldeyrisviðskipti sem samþykktar voru á Alþingi aðfaranótt föstudags. Hann segir erfitt að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný en gerir ráð fyrir því að lögin gildi í stuttan tíma. 1.12.2008 05:00
Ferðamenn hafa neitað að borga Ferðamenn tíma sumir hverjir ekki lengur að fara í dýrari ferðir innanlands vegna þess hversu mjög landið hefur verið markaðssett sem ódýr áfangastaður. Þetta segir Kristján Kristjánsson hjá ferðaþjónustunni Mountain Taxi. 1.12.2008 04:30
Samstaða á erfiðum tímum Boðað hefur verið til veglegra hátíðarhalda í London í dag til að minnast 90 ára fullveldis Íslands. Það er Íslendingafélagið í London sem stendur fyrir hátíðarhöldunum ásamt sendiráði Íslands og íslenska söfnuðinum í London. 1.12.2008 04:00
Álag hjá Vinnumálastofnun Stríður straumur hefur verið inn á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar við Engjateig í Reykjavík frá því í byrjun október. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður skrifstofunnar, segir að straumurinn hafi verið afskaplega mikill og álagið líka. 1.12.2008 04:00
Sjö hæða hótel á áætlun Fjármögnun byggingar sjö hæða hótels, annarra nýbygginga og upphitaðs torgs á svokölluðum Hljómalindarreit er ekki tryggð. Framkvæmdirnar eru þó enn á áætlun. „Við tókum ákvörðun um að fá deiliskipulagið samþykkt áður en við færum að huga að fjármögnun,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa ehf., sem standa fyrir framkvæmdunum. 1.12.2008 03:30
Indverjar reiðir yfirvöldum öryggismála Innanríkisráðherra Indlands sagði af sér í gær í kjölfar þeirrar gagnrýni sem á öryggisyfirvöldum ríkisins hefur dunið vegna hinna blóðugu árása hryðjuverkamanna í Mumbai sem hófust síðastliðinn miðvikudag en ekki tókst að binda enda á fyrr en á laugardag. 174 létu lífið í árásunum, sem tíu manna hópur herskárra múslima frá Pakistan framdi að því er lögregluyfirvöld í Mumbai fullyrða. 1.12.2008 03:00
Á veiðum 50 metra frá landi Fjögur skip voru að síldveiðum að segja má við bryggjusporðinn í Keflavíkurhöfn í gær. Álsey VE og Birtingur NK fengu fullfermi, en Súlan EA og Margrét EA lögðust að bryggju í Keflavík í gærkvöldi og er ætlunin að halda veiðum áfram í dag. 1.12.2008 03:00
Hesthús á Ólafsfirði vekja áhyggjur íbúa Fyrirhugað hesthúsahverfi í Ólafsfirði mætir harðri andspyrnu margra á staðnum. Núverandi hesthúsahverfi í Ólafsfirði stendur nokkuð fyrir innan kauptúnið. Samkvæmt nýju deiliskipulagi, sem meirihluti skipulags- og umhverfisnefnda Fjallabyggðar samþykkti, verður hverfið flutt vegna snjóflóðahættu að suðurenda flugbrautarinnar. Þar á það að standa um 400 metra frá íbúabyggðinni. 1.12.2008 02:45
Íslenskt hvalkjöt á markað Íslenskt hvalkjöt er komið á markað í Japan, að því er fram kemur í frétt á vef ABC-fréttaveitunnar. Langreyðarkjötið, 65 tonn, hefur legið í frystigeymslu síðan í byrjun júní á þessu ári, þegar það var flutt til Japans. Það var veitt haustið 2006. 1.12.2008 02:45
Heimild til að aflétta bankaleynd til staðar Bankaleynd er háð takmörkunum og lagaramminn veitir nú þegar ýmsar heimildir til að aflétta henni. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, HR, bendir á að upplýsingar um fjárhagsmál séu ekki skilgreindar sem sérstaklega viðkvæmar persónuupplýsingar í lögum um persónuvernd. Mörg lagasetningin í þjóðfélaginu undanfarið höggvi nær réttindum borgaranna en lög sem væru sett til að afnema höft á upplýsingagjöf, til dæmis til rannsóknarnefndar. 1.12.2008 02:30
Staðinn vörður um innviðina Nýju embætti héraðssaksóknara verður ekki komið á laggirnar fyrr en í byrjun árs 2010, þar sem ákveðið hefur verið að ráðast ekki í nýjan kostnað í ríkisrekstri. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. 1.12.2008 02:30
Jómfrúarflug farþegaþotu ARJ-21, fyrsta farþegaþotan sem Kínverjar hanna sjálfir og áforma fjöldaframleiðslu á, fór í sitt fyrsta tilraunaflug á föstu-daginn. Það tókst að óskum. 1.12.2008 02:00
Segja niðurskurð á RÚV aðför að fréttastofu - Ekki hægt að réttlæta ofurlaun Páls Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu sendir yfirstjórn stofnunarinnar og stjórnvöldum tóninn í yfirlýsingu sem send var út í kvöld. Eru stjórnvöld sökuð um vanhugsaða stefnu og æðstu stjórnendur RÚV hvattir til að deila kjörum með starfsmönnum. 30.11.2008 23:53
Keyrðu á og reyndu að flýja Árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Listabraut nú rétt fyrir tíu. Par sem í bílnum var reyndi að komast undan á hlaupum, en þau eru grunuð um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Þau náðust og voru flutt á slysadeild en ekki er vitað hve alvarleg meiðsl þeirra eru. Þau verða að lokinni aðhlynningu flutt á lögreglustöð þar sem verður tekin af þeim skýrsla. 30.11.2008 22:14
Hætta leit fram til morguns Leit er lokið í dag að rjúpnaskyttunni sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil í gær. Henni verður haldið áfram þegar birtir í fyrramálið. Tæplega tvö hundruð björgunarsveitarmenn hafa leitað mannsins í dag, og notið liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar. 30.11.2008 21:29
Segja nær helming starfsmanna horfa fram á atvinnuleysi Nær helmingur starfsmanna á stofum innan vébanda Félags Arkítektastofanna sér fram á atvinnuleysi frá febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun Arkitektafélags Íslands og Félags Arkítektastofanna, sem félögin afhentu forsætisráðherra í gær. 30.11.2008 20:10
Endeavour lögð af stað inn í gufuhvolfið Geimflaugin Endeavour hóf fyrir stundu ferð sína aftur inn í gufukvölf jarðar nú undir kvöld. Hún hefur dvalið við alþjóða geimstöðina undafarið þar sem áhöfn hennar hefur unnið að viðgerðum. 30.11.2008 20:55
Ekki vænlegt að hleypa fólki fyrr á eftirlaun Það er slæm hugmynd að leyfa fólki að hætta fyrr að vinna, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir breytinguna aðeins myndi hafa áhrif á kjör fólks til hins verra. 30.11.2008 20:26
Aukið framboð af leiguhúsnæði Húsaleigumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Í smáauglýsingadálkum dagblaðanna eru nú margar íbúðir boðnar til leigu en fyrir ekki svo löngu síðan var framboðið nánast ekkert. 30.11.2008 18:30
Tveir hryðjuverkamannanna gætu verið Bretar Tveir hryðjuverkamannanna í Mumbai eru Bretar, er marka má orð þess eina sem eftir lifir. Þetta hefur breska blaðið The Sun eftir heimildamanni innan indversku lögreglunnar, sem segir þetta hafa komið fram við yfirheyrslur á eina vígamanninum sem náðist á lífi. 30.11.2008 15:36
Lendingu Endeavour frestað Nasa hefur frestað lendingu geimflaugarinnar Endeavour vegna veðurs. Flaugin er a leið heim úr ferð í alþjóða geimstöðina þar sem áhöfn hennar hefur sinnt viðgerðum. Vélin átti að lenda á Kennedy Space Center í Flórída upp úr sex í dag. Næsti möguleiki fyrir hana til að lenda er klukkan að verða átta, en gangi það ekki eftir gæti hún verið send á varaflugvöll í Kaliforníu. 30.11.2008 14:33
Glæsivillur lækka í verði Efnahagskreppan er farin að teygja arma sína til Dubai, þar sem peningaaustur til glæsi framkvæmda hefur verið meiri en nokkurnsstaðar annarsstaðar í heiminum síðustu misseri. Verð á meðal stórri tveggja hæða íbúðarvillu með öllu í Pálma byggðinni svonefndu, hefur lækkað úr 550 milljónum króna í september niður í rösklega 300 milljónir núna, sem er liðlega 30 prósenta lækkun. Þá hafa stjórnvöld ákveðið að draga úr ýmsum stórframkvæmdum i viðskiptahverfi borgarinnar, nema hvað haldið verður áfram að hækka skýjakljúfinn, sem þegar er orðinn lang hæsta hús í heimi. Endanleg hæð er enn leyndarmál. 30.11.2008 12:18
Mokveiði af síld við Njarðvík Nokkur skip eru nú að mok veiða síld rétt utan við höfnina í Njarðvík og fleiri skip eru á fulltri ferð á leiðinni þangað. Mörg áru eru síðan að síld hefur verið veiðanleg í enhverju mæli á þessum slóðum. 30.11.2008 12:15
Rjúpnaskyttan ófundin En hefur ekkert spurst til rjúpnaskyttu sem leitað hefur veirð nærri Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi frá því í gær. Björgunarsveitarmenn fundu fyrr í dag spor sem þeir röktu, en án árangurs. Um 150 manns hafa leitað mannsins í dag og hefur þyrla landhelgisgæslunnar tekið þátt í leitinni. 30.11.2008 12:13
Útgerðarfyrirtæki fá tilboð í gjaldeyri Útgerðarfyrirtæki fá reglulega fyrirspurnir frá innflutningsfyrirtækjum um kaup á gjaldeyri að sögn framkvæmdastjóra LÍÚ. Hann segir tilboðin oft 20 til 30 prósent fyrir ofan gengi Seðlabanka Íslands. 30.11.2008 12:00
Bill Clinton opinberar lista yfir stuðningsmenn Bill Clinton hefur fallist á að gera opinberan lista yfir meira en 200 þúsund stuðningsmenn sína til þess að Hillary kona hans geti orðið utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 30.11.2008 12:00
Sjóræningjar semja við eigendur flutningaskips Sómalskir skæruliðar hafa náð samkomulagi við eigendur úkraínsks flutningaskips sem þeir hafa haldið um að láta það af hendi. Sjóræningjarnir hafa haldið skipinu frá því í september, en um borð í því eru 33 skriðdrekar og annar herbúnaður. 30.11.2008 11:10
Öryggisráðgjafi segir af sér vegna árásanna í Mumbai M.K Narayanan, öryggisráðgjafi indversku stjórnarinnar hefur sagt af sér vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbai, að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. Innanríkisráðherra landsins, Shivraj Patil sagði einnig af sér í dag. 30.11.2008 10:35
Stirt milli Indlands og Pakistans Mikil spenna er milli Indlands og Pakistans eftir fjöldamorð hryðjuverkamanna í indversku borginni Mumbai. Indverjar segjast hafa sannanir fyrir pakistönskum tengslum. Pakistanar harðneita því. Þeir hafa fordæmt árásina og heitið að veita alla þá aðstoð sem þeir geti. Pakistan og Indland hafa háð þrjú stríð. Menn hafa sérstakar áhyggjur af átökum þeirra á milli í dag, þar sem löndin eru nú bæði kjarnorkuveldi. Innanríkisráðherra Indlangs hefur sagt af sér vegna árásarinnar. 30.11.2008 10:26
Grindhvalir drápust í Tasmaníu Að minnsta kosti 150 grindhvalir drápust eftir að hafa synt á land á vesturströnd Tasmaníu. Áströlsk yfirvöld segja að tekist hafi að stýra 30 hvölum til viðbótar frá landi. Algengt er að hvalavöður syndi á land í Ástralíu, en ekki er vitað gerla hvers vegna. Grindhvalir verða allt að átta metra langir og vega mest um fimm tonn. Færeyingar veiða mikið af þessari tegund og hafa hlotið bágt fyrir. 30.11.2008 10:24
Kveikt í rusli í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Jafnaseli í Breiðholti laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi eftir að eldur var borinn að rusli sem safnað hafði verið saman í litla brennu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsins. Þá var tilkynnt um eld í nýbyggingu á Álftanesi skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Kveikt hafði verið í einangrunarplötum í kjallara hússins. Ekki var um mikinn eld að ræða og gekk slökkvistarf vel. Húsið, sem er fokhelt, skemmdist lítið. 30.11.2008 10:23
Fjöldi innbrota í sumarbústaði Tilkynnt var um sex innbrot í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gær. Mikið hefur verið um innbrot á svæðinu frá því í sumar, og eru það helst flatskjáir og annar húsbúnaður sem freistar þjófa. Lögregla hvetur fólk til þess að fylgjast vel með sumarhúsum sínum og láta vita af grunsamlegum mannaferðum í sumarhúsahverfum. 30.11.2008 10:12
Rjúpnaskyttunnar enn saknað Ekkert hefur enn spurst til rjúpnaskyttu sem leitað var í Árnessýslu í gær og nótt. Ríflega hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins, en hlé var gert á leitinni í morgun til þess að skipta út mannskap. Leit verður haldið áfram í birtingu. Leitarmönnum verður þá fjölgað auk þess sem þyrla landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni, en svæðið er afar erfitt yfirferðar. Mikill kuldi er á svæðinu en veður kyrrt. Maðurinn er vanur útivistarmaður og að sögn félaga hans vel búinn. 30.11.2008 09:58
Opið á skíðasvæðum norðanlands Skíðasvæðið á Skarði við Siglufjörð verður opið frá klukkan ellefu til fimm í dag. Veður á svæðinu er gott og nægur snjór. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri er opið frá tíu til fjögur, og á Tindastóli í Skagafirði frá tólf til fimm. 30.11.2008 09:57
Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýðir Austurvöll þessi jól er tólf metra hátt og var höggvið í Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Oslóarbúa. Jólsveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Stúfur ætla að mæta á svæðið og syngja nokkur jólalög. 30.11.2008 09:55
Aukinn fjöldi bíla á uppboð Einhver aukning hefur orðið á fjölda bíla sem boðnir eru upp vegna vanskila, að mati starfsmanns Vöku. Sýslumaðurinn í Reykjavík auglýsti í gær tæplega 950 bíla sem bjóða á upp næsta laugardag. 30.11.2008 07:00
Alcoa verður að meta orkuöflun líka Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. 30.11.2008 06:00
Setið um plássin „Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. 30.11.2008 05:00
Leitarmönnum fjölgað í rúmlega hundrað Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Hellu og Hvolsvelli hefur verið kallaður út til að leita rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið frá hádegi. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna hefur leitað mannsins frá því á fjórða tímanum með aðstoð sporhunda, og um tíma tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni. 29.11.2008 19:30
Ætla að höfða mál vegna peningamarkaðssjóða Um 200 manns mættu á opinn fund fyrir helgi þar sem formaður bankaráðs Nýja Landsbankans og bankastjóri sátu fyrir svörum um peningabréf í Landsbankanum. Fólk var verulega ósátt við að fá einungis 68,8 prósent af inneign sinni tilbaka - að þriðjungur sparnaðar þess hafi horfið í hýt við yfirtöku fjámálaeftirlitsins á gamla Landsbankanum. 29.11.2008 20:37
Lögregla stöðvaði strætisvagn Lögregla stöðvaði fyrr í kvöld strætisvagn í Mosfellsbæ til þess að kanna ástand ökumanns, eftir að henni hafði borist tilkynning um einkennilegt ökulag. Ökumaðurinn reyndist við eftirgrennslan allsgáður, en ókunnugur í hverfinu. Hann hafði tekið óþarflega skarpa beygju á vitlausum stað og ekið utan í skilti. 29.11.2008 20:06
Segir skort á framtíðarsýn grafa undan gjaldeyrisstefnu Skortur á framtíðarsýn stjórnvalda grefur undan stefnu þeirra í gjaldeyrismálum að mati forseta ASÍ. Hann óttast að núverandi haftastefna geri aðeins illt verra og dragi kreppuna á langinn. 29.11.2008 19:11