Innlent

Árs fangelsi fyrir ránstilraun og líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Einar Birgi Ingvarsson, 35 ára Hafnfirðing, í árs fangelsi fyrir ránstilraun og brot gegn valdstjórninni þegar hann réðst að lögreglumönnum.

21. febrúar fyrr á þessu ári kom Einar inn á Fótaaðgerðarstofuna Eddu á Hverfisgötu undir áhrifum fíkniefna og gerði misheppnaða tilraun til að ræna snyristofuna. Hann var með hulið andlit og sagði við starfsmann að um væri að ræða rán og krafðist peninga. Nokkru síðar var Einar handtekinn á Laugarvegi með áverka í andliti.

Einar var færður á lögreglustöð þar sem hann fékk að fara á salerni þar sem hann braut spegil og strauk glerbroti um hálsin á sér. Í framhaldinu var Einar færður á slysadeild og eftir að hafa að hafa fengið aðhlynningu  var hann fluttur á brott í lögreglubíl. Þar lenti hann í átökum við lögreglumenn og sparkað í höfuð lögreglumanns með þeim afleiðingum að sá hlaut heilahristing.

Frá árinu 1990 hefur Einar hlotið 29 refsdóma fyrir ýmis auðgunarbrot, skjalafals, líkamsárás, fíkniefnalagabrot auk ítrekaðra brota gegn umferðarlögum. Síðast var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi í september fyrir þjófnað, fíkniefnalagabrot og umferðalagabrot.

Að teknu tilliti til þess og sakaferils Einars þótti héraðsdóm hæfileg refsing vera eins árs fangelsi óskilorðsbundið.


















Tengdar fréttir

„Hrinti mér og öskraði, þetta er rán“

Misheppnuð ránstilraun var framin á Snyrti- og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu fyrir skömmu. Rauðbirkinn, grannur karlmaður um þrítugt reyndi að ræna peningakassa stofunnar, en fótaaðgerðarfræðingur sá við manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×