Erlent

Frú Clinton verður utanríkisráðherra

Obama hefur tilkynnt opinberlega að Clinton muni gegna embætti utanríkisráðherra. Mynd/ ap.
Obama hefur tilkynnt opinberlega að Clinton muni gegna embætti utanríkisráðherra. Mynd/ ap.

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti tilkynnti opinberlega í dag að hann myndi skipa Hillary Clinton í embætti utanríkisráðherra og að Robert Gates yrði áfram í embætti varnamálaráðherra. Janet Napolitano verður ráðherra í heimavarnarráðuneytinu, Eric Holter verður dómsmálaráðherra, James Jones verður þjóðaröryggisráðgjafi og Susan Rice verður sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Obama tekur við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×