Innlent

Leit að rjúpnaskyttu hætt

Leit að rjúpnaskyttu sem saknað er í Árnessýslu hefur enn engan árangur borið. Um 80-100 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í henni í dag. Síðustu leitarhóparnir eru væntalegir í hús eftir u.þ.b. klukkustund og verður þá leitinni hætt þar sem myrkur hamlar leit.

Lögð var áhersla á að þéttleita svæði í 3 km radíus frá þeim stað er maðurinn sást síðast auk þess sem leitað var lengra en gert hefur verið síðustu tvo daga. Allar mögulega leiðir eru notaðar og hefur verið flogið yfir svæðið, það ekið, gengið og notaðir voru hestar.

Síðastliðna nótt snjóaði aðeins á leitarsvæðinu og hefur skafið í dag.

Áformað er að leita aftur á morgun og verður kvöldið nýtt í að skipuleggja aðgerðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×