Erlent

Hundur fann tæplega níræðan mann í læk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/NRK

Danskur lögregluhundur bjargaði að öllum líkindum lífi 87 ára gamals manns þegar hann fann manninn ofan í læk snemma í morgun á náttfötunum einum saman.

Maðurinn hvarf af heimili sínu í Åbenrå syðst í Danmörku um miðja nótt. Þegar farið var að grennslast fyrir um hann var það hundurinn Gejst sem fann gamla manninn. Hann hafði þá dottið í læk sem rennur um skurð og komst ekki upp úr honum. Maðurinn ofkældist og er talinn í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×