Innlent

Lög um gjaldeyrishöft skelfileg mistök

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir setningu laga um gjaldeyrishöft skelfileg mistök og afnema beri lögin hið snarasta. Þau muni hafa þveröfug áhrif miðað við tilgang þeirra og leiði til þess að gjaldeyrir skili sér ekki til landsins.

Alþingi setti lög um ströng gjaldeyrishöft aðfararnótt síðast liðins föstudags. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru lögin sett að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Komið hefur í ljós að lögin hindra meðal annars að erlendir fjárfestar komi með hlutafé í íslensk fyrirtæki.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki gjaldeyrisútstreymi verði lögin afnumin, en margir óttast að erlendir aðilar selji krónubréf sín upp á hundruð milljarða í einum kvelli um leið og færi gefst.

Hann segir að lögin muni leiða til þess að minni gjaldeyrir komi inn í landið og stuðla að útstreymi gjaldeyris.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×