Innlent

Hvalkjötssölu fagnað

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hélt formannaráðstefnu fyrir helgi þar sem nokkrar ályktanrir voru samþykktar. Þar á meðal var því fagnað að náðst hafi samningar um sölu á hvalkjöti til Japans og var skorað á stjórnvöld að leggja áherslu á að stuðla að auknum viðskiptum milli þjóðanna á þessu sviði.

Viðskipti af því tagi væru í raun lykillinn að sjálfbærum hvalveiðum Íslendinga í framtíðinni. „Ljóst er að brýna nauðsyn ber til að nýta allar ónýttar auðlindir okkar í því endurreisnarstarfi sem framundan er," segir í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×