Innlent

Framsóknarkonur fagna nýjum konum

Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) fagnar því að tvær nýjar þingkonur hafa bæst við þingflokk Framsóknarflokksins, þær Helga Sigrún Harðardóttir og Eygló Harðardóttir.

Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu þar segir einnig að LFK vænti mikils af ströfum þessara öflugu kvenna og trúir því að þær muni gera góða hluti fyrir þjóðina og þingflokkinn.

„LFK fagnar því jafnframt að Valgerður Sverrisdóttir er nýr formaður Framsóknarflokksins en hún er fyrsta konan til að taka sæti sem formaður flokksins í 92 ára sögu hans. Valgerður hefur mikla reynslu sem stjórnmálamaður og væntir LFK góðs af hennar störfum. LFK þakkar einnig Guðna Ágústssyni fyrir hans góðu störf og gott framlag hans til Framsóknarflokksins.

LFK minnir á að það var Framsóknarflokkurinn sem fyrstur allra flokka tók þá afstöðu að jafna hlut kynja í uppröðun á lista til kosninga. Það var árið 2003 þegar flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti að hlutfall hvors kyns skyldi ekki vera lægra en 40% þegar valið yrði á framboðslista. Framsóknarflokkurinn er jafnréttisflokkur og hvetjum við konur því til að bjóða sig fram til starfa fyrir Framsóknarflokkinn," segir í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×