Erlent

Endeavour komin til jarðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Geimskutlan Endeavour er lent í Kaliforníu eftir 16 daga ferð sína til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Slæmt veður gerði það að verkum að ekki þótti ráðlegt að lenda skutlunni á Canaveral-höfða í Flórída svo flogið var til Edwards-herflugvallarins í Kaliforníu í staðinn. Meðal verkefna geimfaranna var að gera við endurvinnslubúnað sem hreinsar meðal annars þvag og gerir það að neysluvatni á nýjan leik í geimstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×