Erlent

Tómar vélar mega fara frá Bangkok

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stuðningsmenn taílensku stjórnarinnar hópast saman fyrir utan ráðhúsið í Bangkok og hvetja stjórnvöld til dáða.
Stuðningsmenn taílensku stjórnarinnar hópast saman fyrir utan ráðhúsið í Bangkok og hvetja stjórnvöld til dáða. MYND/Getty Images

Taílensk yfirvöld hafa náð samkomulagi við stjórnarandstæðingana, sem loka tveimur stærstu flugvöllum Bangkok, um að 88 flugvélar sem staddar eru á stærri flugvellinum megi fljúga þaðan tómar til annarra flugvalla landsins. Þaðan verða svo einhverjir þeirra hundrað þúsund ferðamanna sem eru strandaglópar í Bangkok fluttir frá landinu. Tekist hefur að fljúga með eitthvað af fólkinu frá herflugvelli skammt frá borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×