Innlent

Vinnu við fjárlagafrumvarp miðar vel

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Stefnt er að því að fjárlaganefnd Alþingis ljúki við umfjöllun um fjárlagafrumvarpið um næstu helgi. Önnur umræða um málið geti svo hafist 10. eða 11. desember. Þetta segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Hann segir að nefndin sé að taka á móti gestum þessa dagana og fara yfir málin með fulltrúum ráðuneytanna. Sú vinna gangi vel.

Gunnar segir að ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir um skattahækkanir, að öðru leyti en því að til standi að hækka áfengisgjald og tóbaksgjald. Gunnar segir að þegar að rætt sé um 50 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstri verði að horfa á öll málefnasvið. Andi þingsins sé hins vegar sá að standa vörð um stærstu sviðin sem séu heilbrigðis-, mennta- og velferðarsviðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×