Erlent

Samið við sjóræningja um skip með vopnafarm

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Eigendur flutningaskips frá Úkraínu, sem flutti stóran vopnafarm og sómalskir sjóræningjar rændu fyrir rúmum tveimur mánuðum, hafa náð samkomulagi við sjóræningjana um að greiða lausnargjald fyrir skipið sem var á leið til Kenýa.

Um borð í skipinu eru meðal annars skriðdrekar, sprengjuvörpur og ýmis smærri vopn og hefur Bandaríkjastjórn haft af því þungar áhyggjur að farmurinn komist í hendur hryðjuverkamanna. Upphafleg krafa sjóræningjanna var 35 milljónir dollara en þeir hafa fallist á að lækka þá upphæð niður í 20 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×