Innlent

Laun lækkuð um 20 prósent hjá toppunum

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.

,,Við byrjuðum á okkur. Það er eðlilegt því einhvers staðar þarf að byrja," segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, en laun hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins hafa verið lækkuð um 20%.

Mannvit er ein stærsta verkfræðiskrifstofa landsins og starfa hátt í 400 manns hjá fyrirtækinu. Rúmlega 5% starfsmönnum þess var nýverið sagt upp störfum í hagræðingarskyni vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga. ,,Við erum með aðgerðir í gangi til að koma í veg fyrir frekari uppsagnir eins og möguleiki er," segir Eyjólfur.

Mannvit finnur eðli málsins fyrir samdrætti, að sögn Eyjólfs. ,,Við lifum ekki í neinu glerhúsi hvað það varðar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×