Innlent

Fimmtungur treystir Geir best

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur mests stuðnings stjórnmálaleiðtoga þegar spurt er hvaða stjórnmálamanni kjósendur treysta best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Ríflega 18 prósent kjósenda treysta ekki neinum stjórnmálamanni til þess að leiða næstu ríkistjórn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir vefritið Smuguna.

20,8 prósent treysta Geir best, 19, prósent treysta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar, best til að leiða næstu ríkisstjórn og 18 prósent treysta Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna best.

Næsta koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, með tæplega 3,5 prósent stuðning.

Stuðningur við Valgerði Sverrisdóttur, formann Framsóknarflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, mælist vart. Fleiri treysta til að mynda Bjarna Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, best.

Frétt Smugunar er hægt að nálgast hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×