Innlent

Vilja takmarka leiguframsal

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands vill takmarka verulega leiguframsal innan fiskveiðiársins. ,,Leiga á aflaheimildum innan ársins er og mun verða megin ástæðan fyrir misferli við launauppgjör sjómanna á meðan hún er heimiluð. Afgerandi takmörkun á kvótaleigu innan fiskveiðiársins er mun stærra mál en svo að ásættanlegt sé fyrir sjómenn að ríkisstjórnarin láti kyrrt liggja árum saman," segir í ályktun formannaráðstefnu FFSÍ.

Aukin þekking á ástandi fiskistofna er algjör grunnforsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum hafsins, að mati FFSÍ sem vilja stórauka haf- og fiskirannsóknir á vegum Hafrannsóknarstefnunar.

Þá skorar FFSÍ á stjórnvöld að tryggja Landhelgisgæslu Íslands nægjanlegt rekstrarfé til starfsemi sinnar. Mikilvægt sé vegna öryggis sæfarenda og eftirlits með fiskveiðilögsögu Íslands að úthald varðskipa og loftfara raskist ekki vegna niðurskurðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×