Innlent

Rólegra við Seðlabankann

Sextíu til sjötíu manns sitja nú inni í anddyri Seðlabankans og neita að yfirgefa svæðið. Mikill hiti var í fólki áðan og hótaði lögreglan því að beita varnarúða ef það hefði sig ekki á brott. Að sögn sjónarvotta er meiri ró yfir fólki nú en fólkið krefst þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hverfi úr embætti.

Um tvö þúsund manns mættu á þjóðfund Borgarahreyfingarinnar og var góð stemmning á fundinum. Eftir fundinn reyndi hópur fólks eins og áður sagði að komast inn í bankann en það var stöðvað af lögreglu í anddyrinu.

Einhverjum eggjum var kastað auk þess sem rauðri málningu var skvett á veggi byggingarinnar.






Tengdar fréttir

Áhlaup á Seðlabankann - Varnarúða hótað

Rétt í þessu var gert áhlaup á Seðlabanka Íslands. Á annað hundrað manns eru við bygginguna og ruddust tugir þeirra inn í stofnunina. Hópurinn vill fá að ræða við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×