Innlent

Formaður fjárlaganefndar hefur áhyggjur af framúrkeyrslu RÚV

Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segist alltaf hafa áhyggjur þegar ríkisstofnanir fari yfir á fjárlögum og sérstaklega þegar um fyrirtæki eins og Ríkisútvarpið er að ræða. RÚV fór 740 milljónir fram úr áætlun síðasta rekstrarárs, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var fyrir helgi.

„RÚV er með sérstakan fjárhag af því að þeir eru hlutafélag og það skiptir auðvitað verulegu máli að öll þessi hlutafélög í eigu ríkisins haldi sig innan fjárhagsramma eins og ríkisstofnanir í a-hlutanum," segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki ætla sér að setja fram kröfur um frekari niðurskurð. „Fjárlaganefndin setur ekki upp fjárhagsáætlanir fyrir e-hlutafyrirtæki, hvorki RÚV né Landsvirkjun eða ríkisbankana þrjá," segir Gunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×