Flestir nota enskar útgáfur af hugbúnaði 1. desember 2008 10:46 Í dag var hleypt af stokkunum átaki sem miðar að því að auka notkun íslenskra þýðinga í hugbúnaði. Mikill meirihluti landsmanna kýs að stunda tölvuvinnu sína í ensku stýrikerfisumhverfi þrátt fyrir að íslensk þýðing sé fáanleg án endurgjalds. „Okkar mál - íslenska" er yfirskrift átaksins en að því standa Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið og Íslensk málstöð. Þessi halli á íslensk forrit kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Microsoft Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að um það bil 16% þeirra landsmanna sem nota Windows stýrikerfið í vinnu eða skóla nota íslenska þýðingu stýrikerfisins. Örlítið fleiri, eða um það bil 22% þeirra sem nota Windows stýrikerfið, nota íslensku þýðinguna í heimilistölvum sínum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður, þótt við höfum vissulega búist við að hlutfall íslenskra þýðinga væri lágt," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. „Íslendingar hafa allt frá því að við hófum að bjóða upp á þýðingar Windows og Office verið heldur tregir til að skipta úr enskunni og prófa að nota sitt eigið tungumál við tölvuvinnuna, þrátt fyrir að þýðingarnar fáist án endurgjalds og einfalt sé bæði að setja þær upp og fjarlægja þær aftur ef þörf er á. Þetta er í hrópandi ósamræmi við þá sjálfsmynd okkar að við leggjum mikið upp úr daglegri notkun tungumálsins og þróun þess. Stór hluti landsmanna notar tölvur mjög mikið við bæði leik og störf og ég held að íslenskan gæti lent í ákveðnum vandræðum á komandi árum ef við ætlum að eiga öll okkar samskipti við tölvurnar á ensku," segir Halldór í tilkynningu. Átakinu „Okkar mál - íslenska" var hleypt af stokkunum í dag, en það er samstarfsverkefni Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytisins og Íslenskrar málstöðvar og miðar að því að auka notkun íslensku við tölvunotkun, sérstaklega í skólum. Þar eru skólar, fyrirtæki og stofnanir sem nota Windows og Office hvött til að nýta sér íslenskar þýðingar hugbúnaðarins, en stærstur hluti íslenskra tölvunotenda notar þennan hugbúnað við leik og störf. Efnt er til samkeppni sem hófst formlega í dag og stendur til 17. júní, en þar keppa skólar, fyrirtæki og stofnanir í að ná sem hæstu hlutfalli íslenskra þýðinga á tölvum sínum. Átakið hófst formlega í Lækjarskóla í Hafnarfirði í dag þegar Haraldur Haraldsson skólastjóri sendi inn fyrstu skráninguna í samkeppnina með aðstoð Bergs Ebba Benediktssonar, söngvara Sprengjuhallarinnar. Nánari upplýsingar um átakið Okkar mál - íslenska má finna á vefnum okkarmál.is. Þar má m.a. skrá skóla, fyrirtæki og stofnanir í samkeppnina auk þess sem þar eru upplýsingar um þýðingarpakka fyrir Windows XP og Vista auk Office 2003 og 2007. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Í dag var hleypt af stokkunum átaki sem miðar að því að auka notkun íslenskra þýðinga í hugbúnaði. Mikill meirihluti landsmanna kýs að stunda tölvuvinnu sína í ensku stýrikerfisumhverfi þrátt fyrir að íslensk þýðing sé fáanleg án endurgjalds. „Okkar mál - íslenska" er yfirskrift átaksins en að því standa Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið og Íslensk málstöð. Þessi halli á íslensk forrit kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Microsoft Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að um það bil 16% þeirra landsmanna sem nota Windows stýrikerfið í vinnu eða skóla nota íslenska þýðingu stýrikerfisins. Örlítið fleiri, eða um það bil 22% þeirra sem nota Windows stýrikerfið, nota íslensku þýðinguna í heimilistölvum sínum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður, þótt við höfum vissulega búist við að hlutfall íslenskra þýðinga væri lágt," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. „Íslendingar hafa allt frá því að við hófum að bjóða upp á þýðingar Windows og Office verið heldur tregir til að skipta úr enskunni og prófa að nota sitt eigið tungumál við tölvuvinnuna, þrátt fyrir að þýðingarnar fáist án endurgjalds og einfalt sé bæði að setja þær upp og fjarlægja þær aftur ef þörf er á. Þetta er í hrópandi ósamræmi við þá sjálfsmynd okkar að við leggjum mikið upp úr daglegri notkun tungumálsins og þróun þess. Stór hluti landsmanna notar tölvur mjög mikið við bæði leik og störf og ég held að íslenskan gæti lent í ákveðnum vandræðum á komandi árum ef við ætlum að eiga öll okkar samskipti við tölvurnar á ensku," segir Halldór í tilkynningu. Átakinu „Okkar mál - íslenska" var hleypt af stokkunum í dag, en það er samstarfsverkefni Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytisins og Íslenskrar málstöðvar og miðar að því að auka notkun íslensku við tölvunotkun, sérstaklega í skólum. Þar eru skólar, fyrirtæki og stofnanir sem nota Windows og Office hvött til að nýta sér íslenskar þýðingar hugbúnaðarins, en stærstur hluti íslenskra tölvunotenda notar þennan hugbúnað við leik og störf. Efnt er til samkeppni sem hófst formlega í dag og stendur til 17. júní, en þar keppa skólar, fyrirtæki og stofnanir í að ná sem hæstu hlutfalli íslenskra þýðinga á tölvum sínum. Átakið hófst formlega í Lækjarskóla í Hafnarfirði í dag þegar Haraldur Haraldsson skólastjóri sendi inn fyrstu skráninguna í samkeppnina með aðstoð Bergs Ebba Benediktssonar, söngvara Sprengjuhallarinnar. Nánari upplýsingar um átakið Okkar mál - íslenska má finna á vefnum okkarmál.is. Þar má m.a. skrá skóla, fyrirtæki og stofnanir í samkeppnina auk þess sem þar eru upplýsingar um þýðingarpakka fyrir Windows XP og Vista auk Office 2003 og 2007.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira