Innlent

Niðurstaða kjararáðs liggur fyrir

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún kölluðu eftir launalækkun.
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún kölluðu eftir launalækkun.

Niðurstaða liggur fyrir um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins og verður hún kynnt forsætisráðherra í dag. Þetta sagði Guðrún Zöega, formaður kjararáðs í samtali við Vísi.

Hún segist ekki vilja tjá sig um niðurstöðuna áður en búið er að kynna ráðherra hana. Geir H. Haarde tilkynnti á fréttamannafundi fyrir tíu dögum síðan að hann myndi fara þess á leit við kjararáð að laun þeirra sem heyrðu undir ráðið myndu lækka og taldi að sú lækkun gæti orðið á bilinu 5-15%. Stjórnarskráin kemur þó í veg fyrir að hægt verði að lækka laun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×