Innlent

Ögmundur vill kjósa um ESB aðild

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, vill að Íslendingar fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Í pistli á vefsíðu sinni segir Ögmundur að þörf sé á lýðræðislegri niðurstöðu um málið sama hvort tekin verði ákvörðun um inngöngu eða ekki.

„Ég finn fyrir tvennu. Í fyrsta lagi eru menn mjög leitandi og spyrjandi. Ég held að það eigi við um þjóðfélagið allt og ekkert siður við okkar félagsmenn en aðra. Þetta er svona númer eitt. Síðan finn ég fyrir því að innan okkar raða að fólk vill að málið verði útkljáð í kosningu. Og það rímar ágætlega við stefnu Vinstri grænna sem setur lýðræðið í öndvegi," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann segist þó sjálfur enn hafa efasemdir um Evrópusambandsaðild og að hún fari vaxandi.

Ögmundur segir að kosningar um ESB kalli að sjálfsögðu á viðræður við sambandið til að komast megi að því hvaða kostir séu í boði. Hann treysti engum betur til slíkra viðræðna en Vinstrihreyfingunni grænu framboði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×