Innlent

Sekt fyrir veggjakrot og sprengjugerð

mynd/Úr safni

Sautján ára gamall drengur var í dag dæmdur í héraðsdómi til þess að greiða hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir veggjakrot og fyrir ólöglega meðferð skotelda.

Drengurinn var sektaður fyrir að hafa málað með málningu úr úðabrúsa á vegg Slippfélagsins og í undirgöngum við Miklubraut. Auk sektarinnar var hann dæmdur til að greiða Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar tæpar fjörutíuþúsund krónur en kröfu Slippfélagsins upp á 400 þúsund krónur var vísað frá.

Lögregla uppgötvaði á heimili drengsins sprengjur eða kínverja sem hann hafði útbúið með því að rífa í sundur flugeldatertu. Fyrir það var hann ákærður fyrir brot á vopnalögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×