Innlent

Vinstri grænir orðnir stærstir allra flokka

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg.
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mesta fylgi allra stjórnmálaflokka í nóvember samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Þetta kom fram í kvöldfréttum á Rúv nú í kvöld. Ríkisstjórnin hefur ekki verið með minna fylgi síðan árið 1993.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað um 14% milli mánaða og mælist nú um 32%, sem er sama fylgi og Vinstri grænir mælast nú við.

31% segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú en fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21%. Fyrir einu og hálfu ári, þegar kosið var síðast, mældist fylgi sjálfstæðismanna 37%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 8% og Frjálslyndiflokkurinn er með 3% stuðning.

Tæplega 10% svarenda tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og nærri 16% sögðust myndu skila auðu færi kosningar fram í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×