Innlent

Segir meirihluta sjálfstæðismanna á móti evrópusambandsaðild

Hinn þögli meirihluti sjálfstæðismanna er á móti evrópusambansdaðild. Þetta segir fyrrverandi ritsjóri Morgunblaðsins en hann flutti erindi á fundi Heimssýnar í dag. Hann segist ekki eiga von á stefnubreytingu í Valhöll eftir Landsfundinn í Janúar.

Á meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Katrín Jakobsdóttir varformaður Vinstri grænna og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið flýtt og verður hann haldinn í janúar. Búast má við að þar verði hart tekist á um evrópumálin. En Styrmir segist ekki eiga von á stefnubreytingu í Sjálfstæðisflokknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×