Innlent

Hlaut skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan Reykvíking í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsrárás. Árásarmaðurinn sló karlmann í höfuðið með glerglasi þannig að hann hlaut 4-5 sentimetra skurð aftarlega á hvirfli. Maðurinn játaði brot sitt að mestu og var það virt honum til refsiækkunar. Það var jafnframt virt honum til refsilækkunar að hann hafði ekki áður gerst sekur um slík brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×