Erlent

Annar indverskur stjórnmálamaður býður afsögn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Reiðir mótmælendur í Mumbai krefjast þess að stjórnmálamenn taki á sig ábyrgð.
Reiðir mótmælendur í Mumbai krefjast þess að stjórnmálamenn taki á sig ábyrgð. MYND/Reuters

Reiði almennings á Indlandi fer vaxandi í kjölfar ódæðisverkanna þar í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins sagði af sér í gær en auk hans hefur nú ríkisstjóri Maharashtra, þar sem Mumbai er staðsett, boðist til að láta af störfum.

Ríkisstjórinn, Vilasrao Deshmukh, sagði indverskum fjölmiðlum í morgun að hann væri reiðubúinn að láta af störfum teldi forysta stjórnmálaflokks hans það æskilegt. Tæplega 200 manns létust og á fjórða hundrað særðust í árás hryðjuverkamanna á tvö glæsihótel og fleiri staði í Mumbai í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×