Innlent

Hitaveitu Suðurnesja skipt í tvö fyrirtæki

Árni Sigfússon verður stjórnarformaður HS Veitna hf.
Árni Sigfússon verður stjórnarformaður HS Veitna hf.

Hluthafafundur Hitaveitu Suðurnesja hf ákvað í dag að skipta fyrirtækinu upp í tvö aðskilin fyrirtæki og var áætlun þar að lútandi samþykkt á fundinum. Í þessari ákvörðun felst að veitukerfi fyrir raforku, hitaveitu og ferskvatn verða í sérstöku félagi, en framleiðslan og sala raforku verður í öðru félagi. Þessi skipting er ákveðin í samræmi við nýlega lagasetningu um aðskilnað þessara þátta, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Hitaveitu Suðurnesja hf.

HS Orka hf verður framleiðslu- og sölufyrirtækið, en HS Veitur hf verður dreifi- og veitufyrirtækið. Í anda lagana um auðlindina er stefnt að því að ganga til samninga um að auðlindaréttindi Hitaveitu Suðurnesja hf verði seld Reykjanesbæ, sem síðan leigi HS Orku hf þau aftur til 65 ára. Árni Sigfússon er stjórnarformaður HS Veitna hf en Ásgeir Margeirsson stjórnarformaður HS Orku hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×