Erlent

Kynnir ráðherralista í dag

Obama og Clinton Forsenda fyrir ráðherradómi Hillarys var að Bill Clinton opinberaði fjármögnun stofnunar hans. 
fréttablaðið/ap
Obama og Clinton Forsenda fyrir ráðherradómi Hillarys var að Bill Clinton opinberaði fjármögnun stofnunar hans. fréttablaðið/ap

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun á blaðamannafundi í Chicago í dag tilkynna hverja hann hyggst skipa í nokkur helstu embættin í væntanlegri ríkisstjórn. Fyrir liggur að þar á meðal verða fyrrverandi keppinautar á borð við Hillary Clinton sem ætlað er að taka við utanríkisráðuneytinu.

Á ráðherralistanum verða bæði nánir samherjar Obama úr kosningabaráttunni, en líka einstaklingar sem koma ekki úr hans eigin herbúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×